fbpx
Menu

Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans. Mikilvægt er að starf innan skólans sé á grundvelli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem samtíminn gerir til skólastarfs.

 

Alúð

Við sýnum hvert öðru góða framkomu, vinsemd og virðingu. Starfsfólk og nemendur sinna verkefnum af natni og fagmennsku. Nemendur læra vinnubrögð sem stuðla að öryggi, gæðum og skilvirkni.

 

Framsækni

Tækniskólinn er framsækinn í kennsluháttum og þróun námsgreina. Við fylgjumst með nýjungum og temjum okkur lausnamiðuð vinnubrögð. Nýsköpun og útsjónarsemi skal vera í fyrirrúmi. Nemendur tileinka sér skapandi hugsun og fagleg vinnubrögð.

 

Fjölbreytileiki

Tækniskólinn er skóli margbreytileika með fjölbreyttum námsleiðum og gróskusömu félagslífi. Við berum virðingu fyrir mismunandi menningu og uppruna, þvert á kyn og stöðu einstaklinga. Við sýnum skilning og leggjum okkur fram við að efla og þroska nemendur sem best við getum.