fbpx
Menu

Gildin

Gildi Tækniskólans

Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans.

Tækniskólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi og rekstri skólans. Mikilvægt er að starf innan skólans sé á grundvelli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem samtíminn gerir til skólastarfs. Tækni­skólinn hefur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi  í öllu starfi og rekstri skólans. Mik­il­vægt er að starf innan skólans sé á grund­velli þessara gilda og að sífellt sé leitast við að mæta þeim kröfum sem sam­tíminn gerir til skóla­starfs. Samhliða er horft til framtíðar og rýnt í þróun kennslu og starfs­hátta.

Gildi Tækni­skólans eru eft­ir­far­andi:

Menntun

Við leitumst við að veita nemendum okkar fjölþætta menntun sem nýtist þeim til starfs og áframhaldandi náms og til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Inntak og framsetning kennslunnar er alltaf í endurskoðun með það fyrir augum að koma á framfæri bestu hefðum og nýjustu tækni. Við leggjum áherslu á að virkja sköpunarkraftinn og stuðlum að samþættingu ólíkra greina.

Virðing

Við mætum hverjum nemanda þar sem hann er staddur og væntum mikils af honum. Við stuðlum að og virðum jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Við berum virðingu fyrir starfsfólki okkar og nemendum og bjóðum þeim góðar aðstæður. Við virðum gildi og hefðir faggreina og nálgumst umhverfi okkar með endurnýtingu og sjálfbærni að leiðarljósi.

Fagmennska

Við leggjum áherslu á fagmennsku á öllum sviðum, í kennslu, stoðþjónustu og í samskiptum við nemendur, foreldra og atvinnulíf. Við ástundum fagleg vinnubrögð og hagsýni í stjórn skólans og ákvarðanatöku. Við byggjum fagmennsku okkar m.a. á námskrám, áætlunum, ferlum og gæðaviðmiðunum.

Framsækni

Við erum fljót til nýjunga, leitum tækifæra og bjóðum nemendum nýjar lausnir. Við bregðumst við þörfum atvinnulífsins fyrir vel menntað starfsfólk og vinnum með fyrirtækjum og hagsmunaaðilum að þróun námsbrauta. Við göngum á undan í innleiðingu nýjunga í kennsluháttum og  þróun námsskráa og nýrra námsbrauta í takt við þróun í atvinnulífinu.