Hönnunar- og handverksskólinn býður upp á nám í eftirfarandi iðngreinum:
Að iðnnámi loknu hefur nemandi lokið undirbúningi fyrir sveinspróf í iðngrein og/eða náð í sterkan grunn fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi. Námstíminn er 3–4 ár eftir því hvaða námsleið er valin. Mögulegt er að taka almenna áfanga til stúdentsprófs samhliða verklega náminu eða eftir að því lýkur.
Hönnunar- og handverksskólinn býður upp á eftirfarandi námsleiðir á hönnunar- og nýsköpunarbraut:
Námið á brautinni byggir á skapandi vinnu og brúar bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun.
Námið er annars vegar skipulagt sem þriggja ára stúdentsleið fyrir þá sem hafa lokið námi í grunnskóla og hins vegar er boðið upp á fornám í tvær annir fyrir nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun og vilja undirbúa sig fyrir skapandi nám á sviði hönnunar á háskólastigi.
„Það er hægt að ná hverju sem er, bara ef viljinn sé fyrir hendi. Það var nákvæmlega það sem ég gerði þennan prufudag. Ég fékk já við mínum stærsta draumi“ segir Elín sem komst í starfsnám hjá draumahönnuðinum sínum.
„Ég ákvað að fara í þetta nám eftir stúdentspróf úr Versló, því ég setti stefnuna á arkitektúr og þess vegna var fornámið á hönnunar- og nýsköpunarbraut góður grunnur fyrir háskólanám hér á Íslandi og erlendis“, segir Sól Elíasdóttir.
Ég mæli eindregið með fataiðnbrautinni fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að sérsauma föt. Handavinna var alltaf mitt áhugamál síðan að ég man eftir mér og ég ímyndaði mér ekki að ég gæti lært það sem ég elska og breytt því í starfsferil. Eftir að ég útskrifaðist með sveinspróf í kjólasaum úr Tækniskólanum fór ég í háskólanám í Bretlandi og árið 2021 útskrifaðist ég frá Arts University of Bournemouth með heiðursgráðu í búningagerð fyrir sjónvarp og leikhús. Ég vinn í búningadeildinni í kvikmyndabransanum og elska hvað starfið getur verið fjölbreytt. Það er enginn dagur eins og hvert verkefni er mismunandi. Ég elska líka að sjá það sem ég hef saumað á stóra skjánum og að sjá nafnið sitt í credit listanum er æðisleg tilfinning.
Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af námsskipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.
Nemendur Tækniskólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Hönnunar- og handverksskólans.
Brautir Handverksskólans eru sniðnar fyrir þá sem eru með ríka sköpunarþörf, frjóa hugsun, skýra framtíðarsýn og áhuga á að starfa við persónulegar greinar.
Fjölbreytni námsins er mikil og nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjungum og finna lausnir sem henta ólíkum einstaklingum og aðstæðum. Kennarar skólans hafa breiða fagþekkingu auk mikillar reynslu og við erum sérlega stolt af nemendum okkar sem hafa valið sér metnaðarfullt og gefandi starf út í lífið.
Sótt er um í gegnum Menntagátt.
Nýir nemendur eru teknir inn að hausti og stafrænar umsóknir á gull- og silfursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inntökunefnd er að störfum í júní.
Umsækjendur þurfa jafnframt að skila inn kynningarmöppu á aðalskrifstofu skólans, að hámarksstærð A-3, fyrir 31. maí. Átta nemendur eru teknir inn hverju sinni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Sjá innkaupalista fyrir nemendur í hársnyrtiiðn.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms.
Allar brautir Hönnunar- og handverksskólans eru staðsettar á Skólavörðuholti.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Hér má sjá upplýsingar um vinnustaðanám og ferilbók.