Menu

Gagnlegir tenglar

Nemendur að útskrifast

Hér fyrir neðan má finna gagnlega tengla sem tengjast þjónustu, félagslífi og viðburðum:

 

Inna

Nemendur og forráðamenn nemenda yngir en 18 ára hafa aðgang að Innu upplýsinga- og kennslu­kerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nem­endum, m.a. vitn­isburð, ein­kunnir, ástundun, mæt­ingu og náms­feril.

Mik­il­vægt er að nem­endur gæti þess að net­föng þeirra og síma­númer séu rétt skráð í Innu.

 

Vinnustaðanám

Tækni­skólinn hefur mik­il­vægu hlut­verki að gegna í teng­ingu nem­enda við atvinnu­lífið. Kenn­arar skólans og náms- og starfsráðgjafar aðstoða nem­endur eins og mögu­legt er við afla sér vinnustaðanáms.

Á eftirfarandi síðu má lesa nánar um vinnustaðnám, samningsleiðir og fleira.

 

Foreldraráð Tækniskólans

Við Tækniskólann starfar foreldraráð samkvæmt lögum um framhaldsskóla (92/2008). Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann.

Tilgangur ráðsins og markmið:

Tilgangur ráðsins er að stuðla að auknum gæðum skólans og leitast við að bæta jafnt almenn skilyrði og aðstæður nemenda til menntunar og almenns þroska. Þetta hyggst ráðið gera með því að:

  1. Stuðla að aukinni þekkingu foreldra/forsjáraðila á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
  2. Auka sýnileika og nánd foreldra/forsjáraðila sem veiti yfirvöldum, skólastjórnendum, kennurum og nemendum stuðning í skólastarfinu.
  3. Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forsjáraðila.
  4. Treysta samstarf foreldra/forsjáraðila, starfsfólks skólans og nemendasambands Tækniskólans (NST).
  5. Hvetja til aukins stuðnings og hvatningar foreldra/forsjáraðila við börn sín og nám þeirra.
  6. Vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forsjáraðila sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
  7. Standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska.

Félagsmenn eru foreldrar og forsjáraðilar nemenda Tækniskólans. Forsjáraðilar allra nemenda við skólann eiga rétt á aðild að foreldraráði. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

 Í stjórn foreldraráðs Tækniskólans skólaárið 2024-2025 eru:

  • Berglind Reynisdóttir
  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
  • Hlédís Þorbjörnsdóttir (áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • Joanna Marcinkowska
  • Sigurður Grétar Sigmarsson

Stjórn foreldraráðs miðlar upplýsingum til foreldra/forsjáraðila í gegnum Facebook síðu ráðsins.

Foreldrar sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum stjórnar foreldraráðs er bent á að hafa samband við stjórnina í gegnum síðuna en einnig er hægt að senda póst til Lilju Guðnýjar, gæðastjóra Tækniskólans, [email protected], og mun hún þá tengja viðkomandi við stjórnina.