Hér fyrir neðan má finna gagnlega tengla sem tengjast þjónustu, félagslífi og viðburðum:
Nemendur og forráðamenn nemenda yngir en 18 ára hafa aðgang að Innu upplýsinga- og kennslukerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. vitnisburð, einkunnir, ástundun, mætingu og námsferil.
Inn á þessari síðu má sjá nánari upplýsingar um Innu.
Tækniskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í tengingu nemenda við atvinnulífið. Kennarar skólans og náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur eins og mögulegt er við afla sér vinnustaðanáms.
Á eftirfarandi síðu má lesa nánar um vinnustaðnám, samningsleiðir og fleira.
Foreldrafélagið var stofnað 24. október 2008 á fyrsta starfsári Tækniskólans. Hlutverk þess er að styðja skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann að efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagið tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
Nemendur, foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við foreldrafélagið og koma með ábendingar um málefni sem vert er að taka þar til umræðu.
Netfang foreldrafélagsins er [email protected]