fbpx
Menu

Gagnlegir tenglar

Nemendur að útskrifast

Hér fyrir neðan má finna gagnlega tengla sem tengjast þjónustu, félagslífi og viðburðum:

 

Inna

Nemendur og forráðamenn nemenda yngir en 18 ára hafa aðgang að Innu upplýsinga- og kennslu­kerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nem­endum, m.a. vitn­isburð, ein­kunnir, ástundun, mæt­ingu og náms­feril.

Mik­il­vægt er að nem­endur gæti þess að net­föng þeirra og síma­númer séu rétt skráð í Innu.

 

Vinnustaðanám

Tækni­skólinn hefur mik­il­vægu hlut­verki að gegna í teng­ingu nem­enda við atvinnu­lífið. Kenn­arar skólans og náms- og starfsráðgjafar aðstoða nem­endur eins og mögu­legt er við afla sér vinnustaðanáms.

Á eftirfarandi síðu má lesa nánar um vinnustaðnám, samningsleiðir og fleira.

 

Foreldraráð

Við Tækniskólann starfar foreldraráð samkvæmt lögum um framhaldsskóla (92/2008). Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann.

Forsjáraðilar allra nemenda við skólann eiga rétt á aðild að foreldraráði. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.

 Í stjórn foreldraráðs Tækniskólans skólaárið 2024-2025 eru:

  • Berglind Reynisdóttir
  • Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
  • Hlédís Þorbjörnsdóttir (áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd)
  • Joanna Marcinkowska
  • Sigurður Grétar Sigmarsson

Stjórn foreldraráðsins heldur úti síðu á Facebook sem er ætluð sem samskiptavettvangur milli aðstandenda. Síðan ber heitið Foreldrar í Tækniskólanum og hægt er að smella hér til að komast þar inn.

Foreldrar sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum stjórnar foreldraráðs er bent á að hafa samband við stjórnina í gegnum síðuna en einnig er hægt að senda póst til Lilju Guðnýjar, gæðastjóra Tækniskólans, [email protected], og mun hún þá tengja viðkomandi við stjórnina.