fbpx
Menu

Innsýn í námið

Nám þar sem hugmyndaauðgi og handlagni fá að njóta sín.

Gull- og silfursmíðabrautin er eina brautin á Íslandi sem undirbýr nemendur fyrir sveinspróf í gull- og silfursmíði. Meðalnámstími er fjögur ár, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun.
Til að ljúka námi þarf að gera samning um starfsnám hjá meistara. Náminu lýkur þá með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Brautarlýsing

GS18 - Gull- og silfursmíði

Gull- og silfursmíði er löggilt iðngrein. Nám í gull- og silfursmíði er skipulagt með hliðsjón af lokamarkmiðum sem endurspegla kröfur um þekkingu, leikni og hæfni iðnsveina í greininni. Gull- og silfursmiður smíðar, hannar, þróar og annast gerð skartgripa, listmuna og nytjahluta úr gulli, silfri og öðrum málmum, allt frá fyrstu hugmynd til fullbúinnar vöru. Hann vinnur með eðalsteina og aðra steina sem eru notaðir í skartgripagerð. Gull- og silfursmiður starfar á verkstæði, sinnir þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini ásamt sölu og markaðsmálum.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Nýir nemendur eru teknir inn að hausti og stafrænar umsóknir á gull- og silfursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inntökunefnd er að störfum í júní.

Umsækjendur þurfa jafnframt að skila inn kynningarmöppu á aðalskrifstofu skólans, að hámarksstærð A3, fyrir 31. maí, eða senda rafrænt á [email protected].

Horft er til frammistöðu og ástundunar í fyrra námi og þess undirbúnings er tengist list-, verk- eða hönnunargreinum sem umsækjandi hefur aflað sér. Gott er því að setja í kynningarmöppu ferilskrá um nám eða störf er tengjast listsköpun eða verkfærni ásamt myndum og texta um verk sín, auk kynningarbréfs.

Átta nemendur eru teknir inn hverju sinni.

Að loknu námi

Námið nýtist vel bæði sem undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi eða sem fullgild menntun í löggildri iðngrein.

Náminu lýkur með burtfararprófi frá skólanum sem veitir rétt til að þreyta sveinspróf en það gefur réttindi til að starfa sem gull og silfursmiður auk inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á Gull- og silfurmíðabraut fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Já, nemendur fá innkaupalista afhentan við upphaf náms.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um rafrænt í gegnum Innu. Nýir nemendur eru teknir inn á haustin en sótt er um á vorönn. Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!