Menu

Fréttir

Fréttir úr skólunum

Kynningarfundur fyrir nýnema
14. janúar 2019

Kynningarfundur fyrir nýnema

Þriðjudaginn 15. febrúar verður kynningarfundur fyrir nýnema og foreldra/forráðamenn í matsal skólans á Skólavörðuholti. Á fundinum verður farið yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að vita m.a. upplýsingar um stoðþjónustu, félagslíf og Innu. Kynning hefst klukkan 17.30 og tekur um eina klukkustund.

Kynning á Háskólaherminum 2019
11. janúar 2019

Kynning á Háskólaherminum 2019

Í Háskólaherminum gefst nemendum í
framhaldsskólum tækifæri til þess að
kynnast námsframboði Háskóla Íslands og vera þátttakendur í háskólasamfélaginu.

Auglýst eftir liðsmönnum í Morfís lið Tækniskólans
10. janúar 2019

Auglýst eftir liðsmönnum í Morfís lið Tækniskólans

Morfís-nefnd Tækniskólans auglýsir eftir áhugasömum þátttakendum í Morfís lið skólans. Ræðunámskeið fer fram 14. og 15. janúar kl. 19:30 í stofu S400 á Skólavörðuholti.

Nýársball 10. janúar
09. janúar 2019

Nýársball 10. janúar

Nýársball NST og NFFMos fer fram í Gamla Bíó fimmtudaginn 10. janúar. Miðasala er hafin á NST.is

Almennt nám á vorönn 2019 fyrir raunfærninemendur
08. janúar 2019

Almennt nám á vorönn 2019 fyrir raunfærninemendur

Námsframboð, samkvæmt nýrri námskrá: Enska: ENSK1LM05YT og ENSK2AE05AT; Íslenska: ÍSLE1UP05YT og ÍSLE2AA05AT; Stærðfræði: STÆR1BB05YT og STÆR2BR05AT. Samtals 30 nýjar einingar. Nemendur taka þann fjölda áfanga sem þeir þurfa eða ráða við.
Skráning með tölvupósti á Kolbrúnu skólastjóra á kk@tskoli.is.

Gettu betur
07. janúar 2019

Gettu betur

Tækniskólinn mætir MR í fyrstu umferð Gettu betur þriðjudaginn 8. janúar kl. 20:30. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2 og Rúv Núll.
NST býður nemendum upp á pizzur og rútuferð frá Skólavörðuholti.