en
Menu
en

Fréttir

Fréttir úr skólunum

Sendum 18 lið í keppnina
20. mars 2019

Sendum 18 lið í keppnina

Laugardaginn 23. mars verður Forritunarkeppni framhaldskólanna sem HR hefur staðið fyrir í fjölmörg ár. Nemendur okkar hafa alltaf staðið sig vel og nú verða 18 lið frá Tækniskólanum í keppninni.

Íslandsmeistarar í sinni iðngrein
18. mars 2019

Íslandsmeistarar í sinni iðngrein

Vel gekk hjá nemendum Tækniskólans á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 2019 og bættust margir Íslandsmeistarar í hóp nemenda. Góð stemming var í Laugardalshöll, þar sem keppnin fór fram, en grunnskólanemendum í 9. og 10. bekk var sérstaklega boðið á kynningu í höllinni - sem bar yfirskriftina „Mín framtíð“.

26. mars er opið hús í Tækniskólanum Skólavörðuholti og Hafnarfirði
13. mars 2019

26. mars er opið hús í Tækniskólanum Skólavörðuholti og Hafnarfirði

Húsnæði skólans og skólastofur verða opnar gestum og gangandi 26. mars kl. 16:00 - 18:00.
Opið hús á Skólavörðuholti og Flatahrauni í Hafnarfirði.


Íslandsmót í iðn- og verkgreinum 2019
12. mars 2019

Íslandsmót í iðn- og verkgreinum 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll 14.-16. mars. Tækniskólinn verður með glæsilegt sýningarsvæði.
Opið fyrir almenning:
14. og 15 mars - kl.  14 - 17.
16. mars, laugardagur kl. 10 - 16. fjölskyldudagur.

Samkomulag milli Flugakademíu Keilis (KAA) og Tækniskólans
11. mars 2019

Samkomulag milli Flugakademíu Keilis (KAA) og Tækniskólans

Samkomulag hefur náðst um að Tækniskólinn taki yfir kennslu í flugvirkjun á vegum KAA frá og með haustönn 2019. Meginástæða þessa er sú að aðsókn í flugvirkjun hefur dregist saman í báðum skólum. Breytingin á að þjóna hagsmunum nemenda og munu forsvarsmenn skólanna leggja sig fram um að veita sem best skilyrði til að ljúka náminu.

Valdagur 11. mars
08. mars 2019

Valdagur 11. mars

Á valdegi eru allir umsjónarkennarar til viðtals.
Nemendur sem óska eftir skólavist á haustönn 2019 verða að hitta umsjónarkennara og yfirfara með honum valið.