fbpx
Menu

Innsýn í námið

Dreifnám er frábær kostur fyrir alla.

Auðvelt að stjórna námshraða, námið veitir möguleika á að klára nokkur námsfög og öðlast rétt til að taka sveinspróf.

Áfangar geta verið kenndir alveg í fjarnámi, fjarnámi með lotum eða í kvöldnámi á ákveðnum tímum sem sýndir eru í tímatöflu.

Kennarar eru í samskiptum við nemendur um skipulag náms og kennslu í gegnum Innu.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Sótt er um á innritunarvef Innu og þar eru upplýsingar um framboð áfanga.

Innritun er opin á vorin (mars/apríl) og fram að kennslu á haustönn.

Innritun fyrir vorönn opnar í október/nóvember og er opin fram að kennslu.

Áfangar í byggingagreinum

Dreifnám er frábær kostur fyrir iðnmenntaða einstaklinga sem eiga eftir að klára nokkur fög til að öðlast rétt til að taka sveinspróf.

Dreifnám er  í boði í eftirfarandi greinum:

  • húsasmíði
  • málaraiðn
  • húsgagnasmíði
  • pípulögnum
  • múraraiðn

Framboð áfanga og greina ræðst af eftirspurn.

Skipulag náms

Áfangar geta verið kenndir alveg í fjarnámi, fjarnámi með lotum eða í kvöldnámi á eftirfarandi tímum:

  • Mánudagar kl. 17:30–21:30
  • Miðvikudagar kl. 17:30–21:30
  • Fimmtudagar  kl. 17:30–21:30

Upplýsingar um áfanga í dreifnámi og hvenær þeir eru kenndir.

Námsskipulag allra brauta Byggingatækniskólans.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvenær er hægt að sækja um?

Innritun fyrir haustönn opnar í mars/apríl og  er opin fram að kennslu á haustönn.

Innritun fyrir vorönn opnar í október/nóvember og er opin fram að kennslu á vorönn.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!