Menu

Námsbraut

Vefskólinn

Hefur þú áhuga á að starfa í skapandi tækniumhverfi? Hefur þú brennandi áhuga á veflausnum?

Nám í Vefskólanum er sérsniðin námsleið í þróun, viðmóti, notendaupplifun og forritun.

Kennsluform: Dagnám
Lengd náms: 4 annir
Tengiliður: Jónatan Arnar Örlygsson

Innsýn í námið

Nám til framtíðar

  • Nám í vefþróun er eina námið hér á landi sem sameinar kennslu í vefhönnun, viðmóti og vefforritun.
  • Sérstaða námsins felst í fámennum nemendahópi, góðu aðgengi að kennurum, námsumhverfi sem stuðlar að samheldni og samvinnu nemenda.
  • Í náminu er rík áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið og fagaðila innan vefiðnaðarins.

 

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Að loknu námi í Vefskólanum eiga nemendur að hafa næga kunnáttu og hæfni til að koma inn á atvinnumarkaðinn. Viðmótshönnuðir- og vefforritarar starfa meðal annars hjá vefstofum og í vefdeildum hjá stórum og meðal stórum fyrirtækjum sem leggja áherslu á starfsemi á vefnum. Margir starfa þar að auki sjálfstætt og við nýsköpun.

Þar að auki býðst nemendum sem útskrifast að sækja nám hjá samstarfsskóla okkar í Danmörku og útskriftast með B.A gráðu í Web Development á 3 önnum.

Brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Auk þess er gerð krafa um grunnþekkingu á tölvum og góða enskukunnáttu.

Mikill kostur er að umsækjendur hafi annaðhvort góðan grafískan bakgrunn eða grunn í forritun.

Verkefni nemenda

Birna Bryndís og Jóhanna Helga

Portfólíó vefur - Vefskólinn

Við gerð þessa verkefnis sameinuðust kraftar tveggja systra í Vefskólanum. Við höfum báðar óbilandi áhuga á vefþróun og elskum að vinna saman. Í dag er Birna Bryndís í áframhaldandi námi í vefþróun í Kaupmannahöfn og Jóhanna Helga vinnur sem vefhönnuður hjá Hugsmiðjunni.

Hannar og framleiðir slaufur

Slaufur eru skemmtilegri

Markús framleiðir slaufur undir heitinu Q-si.

Skipulag náms

ANNIR

Á fyrstu önn er lögð áhersla á vefhönnun, notendaupplifun og notendaviðmóti og aðgengismál. Kennd eru grunnatriðin í HTML, CSS og JavaScript.

Á annarri önn er farið dýpra í viðmótsforritun og áhersla lögð á JavaScript. Lögð er áhersla á viðmótshönnun, þarfagreiningar, vefhönnun í mismunandi vöfrum, gerð skalanlegra vefja og notendaupplifun og notendaviðmót. Nemendur læra verkefnastjórnun þar sem farið í gegnum vinnuferlið við vefþróun ásamt stuðningsferlum.

Á þriðju önn er lögð áhersla bakendaforritun, gagnasafnsfræði og notkun umgjarða (e.  framework). Nemendur læra á virkni vefumsjónakerfa og kynnast öryggismálum. Nemandi vinnur að stóru sjálfstæðu verkefni sem nemandi velur sér til rannsóknar, undir leiðsögn kennara.

Á fjórðu og síðustu önninni er lögð áhersla á nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun. Nemandi lærir leiðir til að koma sér á framfæri í vefiðnaðinum og kynnist þeim möguleikum sem standa til boða að loknu námi. Unnið er að stóru lokaverkefni í hóp, undir leiðsögn kennara.

Umsagnir

Skoða skólalífið

Húsgagnasmíði er kennd við Byggingartækniskólann

Verkefni Gunnars vöktu athygli á húsgagnasýningunni sem var opin almenningi í Tækniskólanum í vor.

Spennt að mæta í skólann á hverjum degi!

“Ég kom inn í námið með miklar væntingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjörlega staðist. Það er greinilega mikill metnaður af hálfu stjórnenda og kennara og áhuginn hjá bekknum var alltaf mikill. Hópurinn var frábær, kennslan skemmtileg og ég var spennt að mæta í skólann á hverjum degi!”

FAQ

Spurt og svarað

Hve langt er námið?

Námið tekur 2 ár, eða 4 annir.

Hvað kostar námið?

Hver önn kostar 150.000kr

Hver eru inntökuskilyrði í námið?

Nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi. Góða kunnátta í grafík eða forritun styrkir umsókn.

Er námið lánshæft?

Já, námið er lánshæft hjá LÍN.

Eru námsgögn nauðsynleg?

Nemendur þurfa að koma með sína eigin fartölvu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!