Félags- og forvarnateymi Tækniskólans vinnur að því að styðja við nemendur og skapa öflugt og jákvætt skólalíf. Markmið starfsins er að efla vellíðan, sjálfsvirðingu og þátttöku nemenda í samfélagi skólans.
Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála, vinnur að því að þróa fræðslu og forvarnastarf í skólanum. Hún styður við félagslíf og sinnir samstarfi við nemendafélög og ýmsum málefnum sem snúa að samskiptum, velferð og jafnrétti innan skólans.
Lára Debaruna Árnadóttir, félagslífsfulltrúi, aðstoðar NTS, öll félög og nefndir við skipulagningu viðburða og félagslífs fyrir nemendur. Hún er jafnframt tengiliður við nemendur þegar kemur að viðburðum og skapandi félagsstarfi.
Ingunn James og Lilja Ósk Ólafsdóttir styðja einnig við félagsstarf skólans. Þær eru m.a. til staðar á klúbbakvöldum og öðrum nemendaviðburðum og veita nemendum stuðning og ráðgjöf í tengslum við félagslífið.
Nemendasamband Tækniskólans er í daglegu tali kallað NST. NST eru regnhlífarsamtök nemenda skólans sem hafa yfirumsjón með öllu félagsstarfi og hugar að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda skólans.
Hér má fræðast nánar um NST, klúbbana, nefnirnar og margt fleira. Þú getur líka fylgst með NST á heimasíðunni okkar. Eða fylgt okkur á Instagram, Discord og Facebook! Öll velkomin að taka þátt♥