Langar þig að verða múrari?
Námið veitir þekkingu á fjölbreyttum viðfangsefnum iðngreinarinnar. Allt frá grunngreftri til flísavinnu.
Þetta er fjölbreytt handverksnám sem snertir marga fleti byggingariðnaðarins.
Í náminu færð þú sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verklagi.
Nemendur kynnast viðfangsefnum greinarinnar og öðlast skilning, þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni. Meðal annars grunngröft og sprengingar, hvers konar steypuvinnu, hleðslu bygginga og mannvirkja, múrhúðun, lagnir í gólf og gólfaslípun, lagnir og festingar flísa og náttúrusteins, járnalagnir og einangrun undir múrvinnu. Ennfremur steinhleðslu og steinlögn inni og úti ásamt múr-, steypu- og flísaviðgerðum og múrkerfum inni og úti.
Hægt er að taka áfanga í námi með vinnu (fjarnámi eða í kvöldnámi)
Til að hefja nám í múraraiðn þarftu fyrst að klára Grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum.
Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.
Múraraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár og náminu lýkur með sveinsprófi. Hægt er að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings fyrir nám á háskólastigi, slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Prófskírteini sem gefið er út að loknu sérnámi í byggingaiðn veitir nemanda rétt til að sækja um útgáfu sveinsbréfs, sem veitir m.a. rétt til náms í Meistaraskólanum.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem þeir skulu ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan í múraraiðn fer fram á Skólavörðuholti eða Skeljanesi 9 í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.