Menu

Námsbraut

Múraraiðn

Langar þig að verða múrari?
Námið veitir þekkingu á fjölbreyttum viðfangsefnum iðngreinarinnar. Allt frá grunngreftri til flísavinnu.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 5 annir og 72 vikur í starfsnámi
Tengiliður: Gunnar Kjartansson

Innsýn í námið

Fjölbreytt faggrein.

Þetta er fjölbreytt handverksnám sem snertir marga fleti byggingariðnaðarins.

Í náminu færð þú sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verkalagi.

Færð að kynnast viðfangsefnum greinarinnar. Öðlast skilning, þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni, m.a. grunngröft og sprengingar, hvers konar steypuvinnu, hleðslu bygginga og mannvirkja, múrhúðun, lagnir í gólf og gólfaslípun, lagnir og festingar flísa og náttúrusteins, járnalagnir og einangrun undir múrvinnu. Ennfremur steinhleðslu og steinlögn inni og úti ásamt múr-, steypu- og flísaviðgerðum og múrkerfum inni og úti.

 

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Múraraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár og náminu lýkur með sveinsprófi. Hægt er að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings fyrir námi á háskólastigi, slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Prófskírteini sem gefið er út að loknu sérnámi í byggingaiðn veitir nemanda rétt til að sækja um útgáfu sveinsbréfs, sem veitir m.a. rétt til náms í Meistaraskólanum.

Brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í múraraiðn þarftu fyrst að klrára Grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum.

Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld í náminu?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem hann skal ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í múraraiðn fer fram á Skólavörðuholti eða Skeljanesi 9 í Reykjavík.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!