fbpx
Menu

Innsýn í námið

Þetta er fjölbreytt handverksnám sem snertir marga fleti byggingariðnaðarins.

Í náminu færð þú sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verklagi.

Nemendur kynnast viðfangsefnum greinarinnar og öðlast skilning, þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni. Meðal annars grunngröft og sprengingar, hvers konar steypuvinnu, hleðslu bygginga og mannvirkja, múrhúðun, lagnir í gólf og gólfaslípun, lagnir og festingar flísa og náttúrusteins, járnalagnir og einangrun undir múrvinnu. Ennfremur steinhleðslu og steinlögn inni og úti ásamt múr-, steypu- og flísaviðgerðum og múrkerfum inni og úti.

Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.

Brautarlýsing

MR17 Múraraiðn

Múrari býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Múrari þekkir öll helstu efni sem notuð eru við múrverk úti og inni. Múrari getur skipulagt vinnu við jarðvegsfyllingar í mannvirkjagrunnum, lagt steypustyrktarjárn og bendinet í steinsteypuvirki, annast blöndun og niðurlagningu steinsteypu, hlaðið úr steini og veggjaeiningum, múrhúðað utan og innanhúss, lagt flísar innanhúss og utan, lagt mat á, valið efni og gert við múr- og steypuskemmdir, leiðbeint húseigendum um val og á efni til nýbygginga og viðhalds. Múraraiðn er löggilt iðngrein.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám í múraraiðn þarftu fyrst að klára grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

 

Námsframvinda

Múraraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnáms­tími er fjögur ár með grunn­náminu, sam­tals fimm annir í skóla og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 72 vikur.

Námsframvinda vinnustaðarnáms miðast við að nemandinn sé búinn að uppfylla að lágmarki 80% af hæfniviðmiðum í ferilbók faggreinar til að innritast í lokaáfanga brautar.

Að loknu námi

Prófskírteini af fagbraut, ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld í náminu?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem þeir skulu ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í múraraiðn fer fram á Skólavörðuholti eða Skeljanesi 9 í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.

Er nemendafélag?

Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!