Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með frábærum starfsmönnum og nemendum. Í Tækniskólanum stunda nú yfir 3000 nemendur nám. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er tæplega 300 sem mynda samfélag kennara, stjórnenda, skólaliða, námsráðgjafa, tæknimanna, sérfræðinga o.fl.
Hér er góður starfsandi og starfsánægja mælist há. Skólinn er vottaður skv. ISO9001 staðli og staðli um jafnlaunavottun.
Öll laus störf hjá Tækniskólanum eru auglýst á Alfreð.