Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með frábærum starfsmönnum og nemendum. Í Tækniskólanum stunda nú yfir 3000 nemendur nám. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er tæplega 300 sem mynda samfélag kennara, stjórnenda, skólaliða, námsráðgjafa, tæknimanna, sérfræðinga o.fl.
Hér er góður starfsandi og starfsánægja mælist há. Skólinn er vottaður skv. ISO9001 staðli og staðli um jafnlaunavottun.
Í augnablikinu eru nokkur laus störf til umsóknar við Tækniskólann.
Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar hjá Tækniskólanum:
Kennarar í vefþróun
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Guðjónsdóttir skólastjóri Endurmenntunarskólans.
Kennari í byggingagreinum
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Kjartansson skólastjóri Byggingatækniskólans.
Kennari í skipstjórn
Nánari upplýsingar um starfið veitir Víglundur Laxdal skólastjóri Skipstjórnarskólans.