Starfaðu með okkur og breyttu heiminum!
Tækniskólinn er líflegur vinnustaður með frábærum starfsmönnum og nemendum. Í Tækniskólanum stunda nú yfir 3000 nemendur nám. Heildarfjöldi starfsfólks við skólann er tæplega 300 sem mynda samfélag kennara, stjórnenda, skólaliða, námsráðgjafa, tæknimanna, sérfræðinga o.fl.
Hér er góður starfsandi og starfsánægja mælist há. Skólinn er vottaður skv. ISO9001 staðli og staðli um jafnlaunavottun.
Í augnablikinu eru engin laus störf til umsóknar við Tækniskólann.
Getur verið að þú sért með sveinspróf í rafeindavirkjun og starfsreynslu í faginu?
Tækniskólinn leitar að kennara við rafeindavirkjadeild skólans, sem hefur áhuga nýjustu tækni og menntun í rafiðnaði, við fögnum hverskonar sérnámi í rafeindatækni og kennsluréttindi eru mikill kostur.
Ef þessi lýsing á við um þig, máttu gjarnan senda okkur umsókn, öllum umsóknum verður tekið af alúð og virðingu. Tækniskólinn er skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góð og fjölskylduvæn stefna með fjölbreyttum hópi nemenda og starfsfólks.