fbpx
Menu

Kafli 19 – Skólanámskrá


Skólaráð og skólafundir

Í Tækni­skól­anum er skólaráð sem hefur það hlut­verk er að vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Það fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda og stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs.

Skólaráð stendur jafn­framt fyrir árlegum opnum skóla­fundi sem er lýðræðislegur vett­vangur til skoðana­skipta og ábend­inga um skóla­starfið.

Skólaráð er kosið til eins árs í senn. Skóla­meistari er odd­viti skólaráðs en auk hans er ráðið skipað aðstoðarskóla­meistara, full­trúum nem­enda, full­trúum kennara og félags­mála­full­trúa. Aðrir eru kallaðir inn eftir atvikum.

Skólaráð starfar á starfstíma skóla og eru fundir haldnir einu sinni á önn. Ráðið má kalla saman oftar beri nauðsyn til.

 

Skólanefnd

Skólanefnd skólans er skipuð stjórn skólans, skólameistara ásamt einum kennara og einum nemanda. Nefndin fundar á 6 mánaða fresti.

 

Kennara og strafsmannafundir

Starfsmannafundir eru haldnir að lágmarki 2svar á önn og sama gildir um kennarafundi.

 

Starfsáætlun – skóladagatal

Skólaárinu er skipt upp í tvær annir, og hver önn skiptist í tvær spannir. Haustönn hefst upp úr miðjum ágúst og vorönn lýkur fyrir lok maí. Sjá starfsáætlanir og skóladagatöl. Fyrir hvert skólaár er gefið út skóla­da­gatal þar sem sjá má helstu viðburði í skóla­starfinu:

Skóladagatal starfsmanna – skólaárið

Skóladagatal nemenda – skólaárið

 

 

Uppfært 18. apríl 2024
Áfangastjórn