Samkvæmt gæðaáætlun skólans eru þrjú skólaráð, eitt á Háteigsvegi, eitt á Skólavörðuholti og eitt í Hafnarfirði. Hlutverk skólaráðs er að vera ráðgefandi fyrir stjórnendur skólans um skólastarfið. Skólaráð hvers staðar er skipað skólameistara, aðstoðarskólameistara, fulltrúum nemenda, fulltrúum kennara og félagsmálafulltrúa. Aðrir eru kallaðir inn eftir atvikum.
Skólaráð fundar að lágmarki einu sinni hvora önn á hverjum stað og stendur jafnframt fyrir árlegum opnum skólafundi á hverjum stað sem verður lýðræðislegur vettvangur til skoðanaskipta og ábendinga um skólastarfið.
Nýr texti
Í Tækniskólanum er skólaráð sem hefur það hlutverk er að vera ráðgefandi fyrir stjórnendur skólans um skólastarfið. Það fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar, skólareglur, umgengnishætti í skólanum og vinnu- og félagsaðstöðu nemenda og stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs.
Skólaráð er kosið til eins árs í senn. Skólameistari er oddviti skólaráðs en auk hans er ráðið skipað aðstoðarskólameistara, fulltrúum nemenda, fulltrúum kennara og félagsmálafulltrúa. Aðrir eru kallaðir inn eftir atvikum.
Skólaráð starfar á starfstíma skóla og eru fundir haldnir hálfsmánaðarlega/mánaðarlega/reglulega. Ráðið má kalla saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Hér má nálgast fundargerðir skólráðs.
Heldur skólaþing með…
Skólanefnd skólans er skipuð stjórn skólans, skólameistara ásamt einum kennara og einum nemanda. Nefndin fundar á 6 mánaða fresti.
Starfsmannafundir eru haldnir að lágmarki 2svar á önn og sama gildir um kennarafundi.
Skólaárinu er skipt upp í tvær annir, og hver önn skiptist í tvær spannir. Haustönn hefst upp úr miðjum ágúst og vorönn lýkur fyrir lok maí. Sjá starfsáætlanir og skóladagatöl. Fyrir hvert skólaár er gefið út skóladagatal þar sem sjá má helstu viðburði í skólastarfinu:
Skóladagatal starfsmanna – skólaárið
Skóladagatal nemenda – skólaárið
Uppfært 4. maí 2023
Áfangastjórn