Ef þú vilt spennandi og krefjandi nám. Rafveituvirkjar tengjast háspennu og þurfa oft að vinna við hættulegar aðstæður.
Starfið krefst hámarksvarúðar og þekkingu á öryggisreglum. Rafveituvirkjar redda biluðum háspennulínum eftir slæm óveður.
Fjallað um háspennu, öryggismál, umhverfismál og burðarþol svo eitthvað sé nefnt.
Innritun fyrir haustönn opnar í mars og fyrir vorönn í október.
Sem rafveituvirki er vinnan mest í háspennutækni. Setja upp tengivirki, leggja háspennulínur og setja upp spennistöðvar. Mörg rafverktakafyrirtæki hafa rafveituvirkja í vinnu.
Þetta er nám ofan á nám í rafvirkjun og þá taka nemendur viðbótaráfanga sem lúta að burðarþoli, umhverfisfræði og öryggismálum. Rafveituvirkjar vinna við háspennulínur, oft við mjög erfiðar aðstæður og þurfa því að hafa öryggismálin á hreinu.
Námið er kennt sem viðbót við rafvirkjun.
Nám í rafiðnaði hefst alltaf á undirbúningsbraut sem er grunnnám í rafiðngreinum og tekur fjórar annir.
Rafveituvirkjun er samningsnám sem miðast við 48 vikna starf hjá meistara í rafveituvirkjun. Námið er kennt sem viðbót við rafvirkjun. Fjórir áfangar, samtals 10 einingar bætast við rafvirkjanámið.
Rafveituvirkjun er löggilt iðngrein. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Þú getur tekið viðbótaráfanga og klárað stúdentspróf eða búið þig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins að allt námsefni í rafiðngreinum verði ókeypis nemendum. Þetta er langt komið og sárafáar bækur sem nemendur þurfa að kaupa til námsins.
Námsefni er að finna á rafbok.is.
Sjá upplýsingar í skóladagatali og í viðburðum Tækniskólans.
Kennslan í Rafveituvirkjun fer fram á Skólavörðuholti.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Í Raftækniskólanum er starfandi skólafélag sem hefur það hlutverk að tengja stjórnendur skólans við nemendur og koma með athugasemdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafnframt er skólafélagið tengiliður stjórnenda við nemendur. Fulltrúi skólafélagsins situr fundi með stjórnendum reglulega sem og fagráði skólans.
Skólafélagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppákomur.
Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félagsstarf. Saman mynda skólafélög innan Tækniskólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.