Menu

Námsbraut

K2 – Stúdentsleið

Námsleið til stúdentsprófs.
Góður undirbúningur fyrir háskólanám í tækni- eða vísindagreinum.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir
Tengiliður: Nanna Traustadóttir

Innsýn í námið

Nám í samvinnu við háskóla og atvinnulífið

Viltu góðan undirbúning fyrir háskólanám í tækni- eða vísindagreinum? Um er að ræða þriggja ára lotubundið nám sem lýkur með stúdentsprófi. Nemendur kynnast atvinnulífinu þar sem þeir vinna lokaverkefni út í fyrirtækjum.
Einnig er í boði að kynna sér hinar ýmsu iðngreinar í Tækniskólanum með valáföngum á hverri önn. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki og kennsla fer að hluta til fram í HR.

Markmiðið brautarinnar er að gefa sterkum námsmönnum einstakt tækifæri til þess að:
• fá krefjandi verkefni og þjálfast í því að hugsa út fyrir rammann.
• tengjast háskólaumhverfinu og efla tengslanet sitt í atvinnulífinu.

 

Almennar upplýsingar

Að námi loknu

Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Prófið er sniðið að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild.
Valgreinar nemenda og tengsl við atvinnulífið veita einstaka innsýn og færni á fjölbreyttara sviði en ella.

Námsskipulag – K2 

Þriggja ára nám – náminu er skipt á sex annir/búðir.

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á K2 – tækni og vísindaleið þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B+ í ensku, stærðfræði og einni kjarnagrein til viðbótar.
Allir umsækjendur þurfa að útbúa frumsamda kynningu um sjálfan sig og eiga í framhaldi möguleika á að vera boðaðir í viðtal.
Bara er hægt að hefja nám á K2 á haustönn og sótt er um á Menntagátt.
Allir sem hefja nám á brautinni þurfa að eiga fartölvu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!