Menu

Námsbraut

K2 – Stúdentsleið

Námsleið til stúdentsprófs.
Góður undirbúningur fyrir háskólanám í tækni- eða vísindagreinum.

Kennsluform: Dagskóli
Lengd náms: 6 annir

Innsýn í námið

Nám í samvinnu við háskóla og atvinnulífið

Viltu góðan undirbúning fyrir háskólanám í tækni- eða vísindagreinum? Um er að ræða þriggja ára lotubundið nám sem lýkur með stúdentsprófi. Nemendur kynnast atvinnulífinu þar sem þeir vinna lokaverkefni út í fyrirtækjum.
Einnig er í boði að kynna sér hinar ýmsu iðngreinar í Tækniskólanum með valáföngum á hverri önn. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki og kennsla fer að hluta til fram í HR.

Markmiðið brautarinnar er að gefa sterkum námsmönnum einstakt tækifæri til þess að:
• fá krefjandi verkefni og þjálfast í því að hugsa út fyrir rammann.
• tengjast háskólaumhverfinu og efla tengslanet sitt í atvinnulífinu.

 

Almennar upplýsingar

Inntökuviðmið

Miðað er við að umsækjendur á K2 – tækni og vísindaleið hafi lokið grunnskóla með B+ í ensku, stærðfræði og einni bóklegri grein til viðbótar.
Allir umsækjendur þurfa að útbúa frumsamda kynningu um sjálfan sig og verða einnig boðaðir í viðtal.
Sótt er um á Menntagátt.
Allir sem hefja nám á brautinni þurfa að eiga fartölvu.

Að námi loknu

Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Prófið er sniðið að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild.
Valgreinar nemenda og tengsl við atvinnulífið veita einstaka innsýn og færni á fjölbreyttara sviði en ella.

Námsskipulag – K2 

Verkefni nemenda

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Myndband um sköpun heimsins

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Hönnun og nýsköpun

Fjölbreytt hönnun og nýjar hugmyndir

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á K2 fer fram á Skólavörðuholti og í Háskólanum í Reykjavík.

Þarf ég að vera með tölvu?

Já, nemendur á K2 þurfa að koma með eigin fartölvu til að vinna á.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!