fbpx
Menu

Námsbraut

K2: Tækni- og vísindaleið

Krefjandi námsbraut til stúdentsprófs þar sem áhersla er lögð á vísindagreinar, sjálfstæð vinnubrögð og frumlega hugsun. Mjög góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í tækni- og vísindagreinum sem og ýmsar greinar á sviði viðskiptafræða og nýsköpunar.

Kennsluform: Dagskóli, lotubundið nám, bekkjakerfi
Lengd náms: 6 annir - önnin er tvær 7 vikna lotur auk verkefnadaga
Tengiliður: Helga Birgisdóttir

Innsýn í námið

Spennandi og krefjandi stúdentsnám

K2: Tækni- og vís­indaleiðin er þriggja ára lotu­bundið stúd­entsnám þar sem lögð er áhersla á verk­efna­vinnu, lausna­leit og gagn­rýna hugsun. Nem­endum er skipt í bekki og sækja þeir því áfanga í öllum kjarna­fögum með sínum bekkj­ar­fé­lögum í sinni heima­stofu og vinnu­stofu. Nemendur sækja fjölbreytta valáfanga þvert á brautir Tækniskólans.

Námið er skipu­lagt í sam­starfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi fyr­ir­tæki á sviði tækni- og vís­inda. Markmið braut­ar­innar er að gefa sterkum og frjóum náms­mönnum tæki­færi til að fást við krefj­andi verk­efni á sjálfstæðan hátt, tengjast háskólaum­hverfinu og efla tengslanet sitt í atvinnu­lífinu. K2 er fyrir þá sem vilja njóta þess að vera í bekk en jafnframt  nýta sér alla þá kosti sem áfangaskóli, með mjög fjölbreyttu námsframboði, hefur upp á að bjóða.

Almennar upplýsingar

Inntökuviðmið

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið grunnskóla með B í ensku, stærðfræði og íslensku. Við mat á umsóknum er litið til styrklega hvers og eins en mikið er lagt upp úr að hafa fjölbreyttan nemendahóp. Umsækj­endur útbúa kynn­ingu um sjálfa sig og senda til braut­ar­stjóra og eru í kjöl­farið boðaðir í viðtal.

Fyrirspurnir varðandi inntöku skal senda til brautarstjóra, Helgu Birgisdóttur ([email protected]).

Að námi loknu

Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Námið er tölvu- og tæknimiðað en einnig er lögð mikil áhersla á verkefnastjórnun og gagnrýna hugsun. Námið hentar því vel sem und­ir­bún­ingur fyrir ýmsar tækni- og raun­greinar sem og greinar á sviði viðskiptafræði og nýsköp­unar. Námið er í heild sinni þróað í samvinnu við tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sniðið að aðgangskröfum þeirra deilda.

Brautarlýsing

Verkefni nemenda

Myndasaga – íslenskuverkefni

Goðaginning

Ásþór Björnsson og Hannes Árni Hannesson.
„Við höfum unnið mikið saman í allskyns verkefnum á K2, og erum gott teymi. Við vinnum báðir við að kenna krökkum forritun og höfum brennandi áhuga á forritun, sem við fáum mikið tækifæri til að eltast við innan K2.“

Stuttmynd
– Hópverkefni

Hin Hliðin

Helena Ýr Stefánsdóttir, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, Marín Jónsdóttir og Valgerður Jóhannesdóttir unnu saman stuttmyndina Hin Hliðin.
„Áhugamál innan hópsins eru afar ólík en á einn hátt eða annan tengjast þau öll kvikmyndagerð. Óvíst er hvað sumar okkar vilja gera í framtíðinni en víst er að það liggur á listasviðinu.“

Sköpun heimsins – Brynjar Leó Hreiðarsson

Myndband um sköpun heimsins

Íslenskuverkefni um sköpun heimsins.
„Ég hef áhuga á ljós- og kvikmyndum og tónlist. Ég fæ innblástur frá góðum kvikmyndum, tónlist og umhverfinu mínu. Ég plana að vinna í kvikmyndum í framtíðinni sem annaðhvort leikstjóri eða DP.“

Hönnun og nýsköpun

Fjölbreytt hönnun og nýjar hugmyndir

Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.

Skipulag

Kjarni: 186 einingar – Nemendur taka alla kjarnaáfanga með sínum bekk. Þeir eru kenndir af kennurum brautarinnar og kennsla fer fram á K2-ganginum á Skólavörðuholti eða í húsnæði HR við Öskjuhlíð.

Lokaverkefni – Síðustu tvær vikur hverrar annar, með einni undantekningu, er hefðbundin stundaskrá tekin úr sambandi og nemendur einbeita sér að svokölluðum lokaverkefnum.

Valáfangar eru 24 einingar.

Nánar um byggingu námsbrautar

K2: Tækni- og vísindaleiðin fylgir sömu skólareglum og aðrar námsbrautir Tækniskólans. Einnig gilda sérstakar námsbrautarreglur um brautina. Þær má nálgast hér.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Upplýsingar um skólagjöld er að finna í gjaldskrá Tækniskólans. Fyrir utan skólagjöld mega nemendur á K2 búast við því að leggja út fyrir ýmsum námsgögnum auk þess sem þeir þurfa að eiga fartölvu.

Eru efnisgjöld?

Bein efnisgjöld eru engin en nemendur á K2 gera ráð fyrir að leggja út fyrir ýmsum námsgögnum auk þess sem þeir þurfa að eiga fartölvu. Með námsgögnum er til að mynda átt við gjöld vegna námsferða, kostnað vegna menningarferða, kaup á tölvuforritum, tölvubúnaði, bókum/bókahlutum eða greinum.

Hvenær hefst kennsla?

Upplýsingar um upphaf og lok kennslu er að finna á skóladagatali hér á vefnum. Alla jafna hefst kennsla að hausti í seinni hluta ágústmánaðar og í fyrstu viku janúar á vorönn.

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla á K2 fer fram í aðalbyggingu Tækniskólans á Skólavörðuholti  og í Háskólanum í Reykjavík. Að auki fara nemendur í ýmis ferðalög og vettvangsheimsóknir, bæði í Reykjavík og víðar.

Þarf ég að vera með tölvu?

Nemendur á K2 þurfa að koma með eigin tölvu til að vinna á.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna á vef Tækniskólans.

Er nemendafélag?

Nemendasamband Tækniskólans, NST, heldur viðburði og skemmtanir fyrir alla nemendur. Minni nemendafélög halda utan um viðburði sem ætlaðir eru nemendum í ákveðnum undirskólum eða brautum Tækniskólans. Þá eru ýmsar nefndir starfandi undir hatti NST, svo sem jafnréttisnefnd, skemmtinefnd og tækninefnd.

Nánari upplýsingar um nemendafélögin er að finna á síðu um félagslíf.

Hvernig sæki ég um?

Hægt er að sækja um nám á K2 með því að smella á hnappinn „Sækja um“ hér að ofan. Allar umsóknir fara í gegnum Menntagátt.

Umsækjendur eru líka beðnir um að senda stutta kynningu um sjálfa sig til brautarstjóra, Helgu Birgisdóttur. Netfangið er [email protected].

Allir umsækjendur sem standast inntökuviðmið eru boðaðir í stutt viðtal hjá brautarstjóra.

Af hverju þurfa umsækjendur að senda inn kynningu um sjálfa sig og mæta í viðtal?

Við leggjum ríka áherslu á að gefa öllum, sem vilja stunda nám á K2, tækifæri og vitum líka að skólaeinkunnir segja ekki allt. Í kynningunum og viðtölunum sjálfum gefst okkur tækifæri til að kynnast umsækjendum, sjá hverju þeir hafa áhuga á og hvað þeir vilja fá út úr náminu.

Hvernig á kynningin að vera?

Umsækjendur hafa frjálsar hendur um uppsetningu, innihald og lengd kynningarinnar. Til greina kemur að skrifa stutt bréf eða ritgerð, útbúa glærukynningu, taka upp myndband eða semja ljóð – svo dæmi séu tekin

Hvernig fer inntökuviðtalið fram?

Inntökuviðtalið fer fram í aðalbyggingu Tækniskólans á Skólavörðuholti. Brautarstjóri stýrir viðtalinu en auk hans og umsækjanda er einn kennari á brautinni með. Foreldrar eru velkomnir með í viðtalið sem tekur um 10 mínútur.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!