Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því skapa fjölbreytt og skemmtilegt félagslíf. Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og skólafélaga Tækniskólans.
Nemendasamband Tækniskólans, NST, stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda. Meðal viðburða sem NST heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, söngkeppni, ferðir o.fl.
Skólafélögin, nefndir og klúbbar halda svo utan um minni viðburði á borð við klúbbakvöld, bíókvöld, spilakvöld o.fl.
Félagsmálafulltrúi skólans, Þorvaldur Guðjónsson, aðstoðar nemendasambandið NST og skólafélögin í sínu starfi.
Hægt er að skoða alla viðburði framundan í dagatali skólans.