fbpx
en
Menu
en

Félagslíf

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því skapa fjölbreytt og skemmtilegt félagslíf.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og skólafélaga Tækniskólans.

Nemendasambandið

Mörg skólafélög

Nemendasamband Tækniskólans, NST, heldur viðburði og skemmtanir fyrir alla nemendur Tækniskólans. Skólafélög undirskólanna halda svo utan um viðburði sem eru ætlaðir nemendum í ákveðnum skóla innan Tækniskólans.

Miðstjórn Nemendasambandsins er saman sett af fimm nemendum, formanni, varaformanni, ritara, fulltrúa nýnema og fulltrúa nemenda í Hafnarfirði.

Miðstjórn NST:

Huginn Þór Jóhannsson, Formaður
Kaja Gunnarsdóttir, Varaformaður
Berglind Marý Egilsdóttir, Ritari
Helena Dís Friðriksdóttir, Fulltrúi nemenda í Hafnarfirði
Hálfdán Helgi Matthíasson, Fulltrúi nýnema

Viðburðir

Nemendasamband Tækniskólans, NST, stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda.

Meðal viðburða sem NST heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, söngkeppni, ferðir o.fl.

Skólafélögin og klúbbar halda svo utan um minni viðburði á borð við klúbbakvöld, bíókvöld, spilakvöld o.fl.

 

Viðburðadagatal

Félagsmálafulltrúi

Félagsmálafulltrúi skólans aðstoðar nemendasambandið NST og skólafélögin í sínu starfi.

Félagsmálafulltrúi er Þorvaldur Guðjónsson.

Þorvaldur veitir allar nánari upplýsingar, sendið fyrirspurnir með tölvupósti á [email protected] eða í síma 698 3857.

Nefndir Nemendasambandsins

Nefndir

Tilgangur nefnda er að dreifa verkefnum og virkja sem flesta til þátttöku í félagslífi Tækniskólans.

  • Málfundarnefnd – Gettur Betur og Morfís
  • LAN-nefnd – Tækniskólalanið sem haldið er tvisvar á ári
  • Skemmtinefnd – Skipulagning á böllum og skemmtiviðburðum
  • Video-nefnd – Kvikmyndun á viðburðum Tækniskólans
  • Auglýsinganefnd – Markaðssetning viðburða, auglýsingagerð og umsjón samfélagsmiðla NST.
  • Jafnréttisnefnd – Jafnréttisbarátta innan Tækniskólans
  • Tækninefnd – Yfirumsjón með tæknimálum á viðburðum NST

Áhugasamir um þátttöku í nefndum eru beðnir að senda póst á [email protected]

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!