fbpx
en
Menu
en

Félagslíf

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því skapa fjölbreytt og skemmtilegt félagslíf.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og skólafélaga Tækniskólans.

 

 

Nemendasambandið

Mörg skólafélög

Nemendasamband Tækniskólans, NST, heldur viðburði og skemmtanir fyrir alla nemendur Tækniskólans. Skólafélög undirskólanna halda svo utan um viðburði sem eru ætlaðir nemendum í ákveðnum skóla innan Tækniskólans.

Miðstjórn Nemendasambandsins er saman sett af fimm nemendum, formanni, varaformanni, ritara, fulltrúa nýnema og fulltrúa nemenda í Hafnarfirði.

Miðstjórn NST:

Hálfdán Helgi Matthíasson, formaður
Ólafía Björt Benediktsdóttir, varaformaður
Hrefna Hjörvarsdóttir, ritari
Helena Dís Friðriksdóttir, fulltrúi nemenda í Hafnarfirði
Garðar Máni Ágústsson, fulltrúi nýnema

Viðburðir

Nemendasamband Tækniskólans, NST, stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda.

Meðal viðburða sem NST heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, söngkeppni, ferðir o.fl.

Skólafélögin og klúbbar halda svo utan um minni viðburði á borð við klúbbakvöld, bíókvöld, spilakvöld o.fl.

 

Viðburðadagatal

Skóla- og nemendafélög

Skólafélög gæta hagsmuna og sjá um að halda utan um viðburði og skemmtanir fyrir nemendur í sínum undirskóla.
Nemendafélög sjá um að gæta hagsmuna ákveðinna hópa og halda utan um viðburði þeirra.

Eftirfarandi skólafélög eru virk

Skólafélag Tæknimenntaskólans – NTM
Skólafélag Upplýsingatækniskólans – Eniac
Skólafélag Véltækniskólans – SVÍR
Skólafélag Skipstjórnarskólans
Skólafélag Raftækniskólans – SFR
Skólafélag Handverksskólans
Skólafélag Byggingartækniskólans
Skólafélag stafræn hönnun (Gamli Margmiðlunarskólinn)

Eftirfarandi nemendafélög eru virk

Nemendafélag Tækniskólanema í Hafnarfirði
Heiður – Hinsegin félag Tækniskólans
Málfundarfélag (Morfís og Gettu betur)

Félagsmálafulltrúi

Félagsmálafulltrúi skólans aðstoðar nemendasambandið NST og skólafélögin í sínu starfi.

Félagsmálafulltrúi er Þorvaldur Guðjónsson.

Þorvaldur veitir allar nánari upplýsingar, sendið fyrirspurnir með tölvupósti á [email protected] eða í síma 698 3857.

Klúbbar og nefndir

Klúbbar

Klúbbar eru hópar sem stofnaðir eru í kringum ákveðin áhugamál eða viðfangsefni. Klúbbar hittast reglulega og eru opnir öllum sem hafa áhuga á að taka þátt. Sumir klúbbar eru algjörlega sjálfstæðir en aðrir tengdir klúbbakvöldum ENIAC, Skólafélags Upplýsingatækniskólans.

Sem dæmi um klúbba má nefna:
 • Dungeons & Dragons klúbbur
 • Minecraft klúbbur
 • Ostaklúbbur
 • Forritunarklúbbur

Þar sem klúbbar eru mjög lifandi fyrirbæri í félagslífinu er þetta ekki tæmandi listi yfir þá klúbba sem eru virkir hverju sinni, heldur bara dæmi um þann fjölbreytileika sem félagslífið innan skólans býður upp á.

Nefndir

Nefndir eru skipaðar af NST og sinna ákveðnum verkefnum innan sambandsins, ýmist í utanumhaldið viðburða eða í hagsmunagæslu nemenda.

Sem dæmi um nefndir má nefna:
 • Jafnréttisnefnd nemenda Tækniskólans
 • LAN nefnd – LNT
 • Skemmtinefnd
 • Vídeónefnd – Pulsan
 • Tækninefnd
 • Auglýsinganefnd

Áhugasamir um þátttöku í nefndum eða klúbbum eru beðnir að senda póst á [email protected]

 

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!