fbpx
Menu

Nemenda-félag

Félagslíf

Mikil gróska er í félags­lífi Tækni­skólans og hafa nem­endur unnið hörðum höndum að því skapa fjöl­breytt og skemmti­legt félagslíf. Í stórum skóla er mik­il­vægt að bjóða upp á fjöl­breytt félagslíf og er það stefna NST og skóla­fé­laga Tækni­skólans.

Nem­enda­sam­band Tækni­skólans, NST, stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nem­enda. Meðal viðburða sem NST heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, söng­keppni, ferðir o.fl.

Skóla­fé­lögin, nefndir og klúbbar halda svo utan um minni viðburði á borð við klúbba­kvöld, bíó­kvöld, spila­kvöld o.fl.

Félags­mála­full­trúi skólans, Þorvaldur Guðjónsson, aðstoðar nem­enda­sam­bandið NST og skóla­fé­lögin í sínu starfi.

Hægt er að skoða alla viðburði framundan í dagatali skólans.