fbpx
Menu

Innsýn í námið

Stafræn hönnun, vefþróun, myndvinnsla, forritun og tölvuleikjagerð

Brautin undirbýr nemendur undir tölvutækni- og hönnunartengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli hönnunar og tæknilegrar þekkingar.

Námið er verk­efnamiðað og nem­endur vinna að raun­veru­legum úrlausnum.

Brautarlýsing

THÖ20 Tölvubraut - hönnun

Tölvubraut – Hönnun er skipulögð sem þriggja ára stúdentsbraut, 200 einingar. Nemendur sem ljúka brautinni hafa öðlast hagnýta menntun í tölvufræðum og stafrænni hönnun. Aðalmarkmið kennslu á brautinni er að búa nemendur undir tölvutækni- og hönnunartengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli hönnunar og tæknilegrar þekkingar. Sveigjanlegt námsumhverfi: Verkefnavinna sem skipulagsform í námi og kennslu sameinar flesta framangreinda þætti. Æskilegt er að nemendur venjist slíkum vinnubrögðum þegar í grunndeild, þ.e. að taka virkan þátt í að skilgreina viðfangsefni, leita lausna, ákveða efnistök, vega og meta upplýsingar og fjalla um mál frá ólíkum sjónarhornum. Í mörgum námsgreinum er gert ráð fyrir sveigjanlegri stundatöflu með föstum kennslustundum annars vegar og vinnustofum hins vegar. Í föstu kennslustundunum fer námið fram undir verkstjórn kennara en í vinnustofum vinna nemendur meira sjálfstætt. Nemendur skipuleggja með aðstoð kennara hvaða verkum þeir vinna að í vinnustofum og geta þannig varið meiri tíma í þær námsgreinar sem þeir vilja leggja áherslu á hverju sinni. Þetta kallar á aukið sjálfstæði og ábyrgð nemenda á námi sínu.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækj­endur hafi lokið grunn­skóla með lág­marks­ein­kunn B í ensku, stærðfræði og íslensku.

Æskilegt er að nem­endur eigi nýlega far­tölvu (yngri en tveggja ára og ekki spjald­tölvu eða Chrome­book). Disk­stærð að lág­marki 100GB og vinnslum­inni að lág­marki 4GB.

Að loknu námi

Tölvubraut hönnun opnar nemendum leið í nám á háskólastigi í tölvu-, tækni- og hönnunarnám.

FAQ

Spurt og svarað

Hvenær hefst kennslan?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!