Tölvubraut hönnun er ný stúdentsbraut í Upplýsingatækniskólanum. Þar læra nemendur m.a. stafræna hönnun, vefþróun, myndvinnslu, forritun og tölvuleikjagerð. Mikil áhersla er lögð á að nemendur nái góðum tökum á tölvutækni á sem flestum sviðum.
Brautin undirbýr nemendur undir tölvutækni- og hönnunartengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli hönnunar og tæknilegrar þekkingar.
Námið er verkefnamiðað og nemendur vinna að raunverulegum úrlausnum.
Miðað er við að umsækjendur hafi lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í ensku, stærðfræði og íslensku.
Æskilegt er að nemendur eigi nýlega fartölvu (yngri en tveggja ára og ekki spjaldtölvu eða Chromebook). Diskstærð að lágmarki 100GB og vinnsluminni að lágmarki 4GB.
Tölvubraut hönnun opnar nemendum leið í nám á háskólastigi í tölvu-, tækni- og hönnunarnám.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.