Brautin undirbýr nemendur undir tölvutækni- og hönnunartengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli hönnunar og tæknilegrar þekkingar.
Námið er verkefnamiðað og nemendur vinna að raunverulegum úrlausnum.
Tölvubraut – Hönnun er skipulögð sem þriggja ára stúdentsbraut, 200 einingar. Nemendur sem ljúka brautinni hafa öðlast hagnýta menntun í tölvufræðum og stafrænni hönnun. Aðalmarkmið kennslu á brautinni er að búa nemendur undir tölvutækni- og hönnunartengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli hönnunar og tæknilegrar þekkingar. Sveigjanlegt námsumhverfi: Verkefnavinna sem skipulagsform í námi og kennslu sameinar flesta framangreinda þætti. Æskilegt er að nemendur venjist slíkum vinnubrögðum þegar í grunndeild, þ.e. að taka virkan þátt í að skilgreina viðfangsefni, leita lausna, ákveða efnistök, vega og meta upplýsingar og fjalla um mál frá ólíkum sjónarhornum. Í mörgum námsgreinum er gert ráð fyrir sveigjanlegri stundatöflu með föstum kennslustundum annars vegar og vinnustofum hins vegar. Í föstu kennslustundunum fer námið fram undir verkstjórn kennara en í vinnustofum vinna nemendur meira sjálfstætt. Nemendur skipuleggja með aðstoð kennara hvaða verkum þeir vinna að í vinnustofum og geta þannig varið meiri tíma í þær námsgreinar sem þeir vilja leggja áherslu á hverju sinni. Þetta kallar á aukið sjálfstæði og ábyrgð nemenda á námi sínu.
Miðað er við að umsækjendur hafi lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í ensku, stærðfræði og íslensku.
Æskilegt er að nemendur eigi nýlega fartölvu (yngri en tveggja ára og ekki spjaldtölvu eða Chromebook). Diskstærð að lágmarki 100GB og vinnsluminni að lágmarki 4GB.
Tölvubraut hönnun opnar nemendum leið í nám á háskólastigi í tölvu-, tækni- og hönnunarnám.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.