fbpx
Menu

Um Tækniskólann

Um Tækniskólann

Tækniskólinn er stærsti framhaldsskóli landsins og námið í skólanum býr nem­endur undir störf í atvinnu­lífinu.

Margir nem­endur okkar ljúka stúd­ents­prófi samhliða rétt­inda­prófi tækni- og starfs­náms með viðbótaráföngum.

Framtíðarsýn Tækni­skólans er sú að hann verði áfram helsti verk- og tækni­mennta­skóli landsins, njóti virðingar nem­enda og atvinnu­lífs fyrir góða menntun og verði eft­ir­sóttur vinnustaður. Tækni­skólinn hefur það einnig að markmiði að vera leiðandi í framboði á fram­halds­menntun að loknu starfs­námi.

Tækni­skólinn er heilsu­efl­andi fram­halds­skóli og vinnur sam­kvæmt markmiðum land­læknisembætt­isins.