Samkvæmt reglugerð nr. 654/2009 ber framhaldsskólum að setja sér móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Að því leyti sem tilefni er til gildir áætlunin einnig um íslenska nemendur sem dvalið hafa langdvölum erlendis og hafa litla kunnáttu í móðurmálinu.
Brautarstjóri, skólastjóri eða náms- og starfsráðgjafi boða nýnema undir 18 ára og foreldra/forráðamenn hans í móttökuviðtal. Túlkur er kallaður til ef fjölskylda óskar og sér skólinn um að útvega hann.
Í viðtalinu er:
• aflað upplýsinga um bakgrunn nemanda og aðstæður hans svo skólinn geti mætt einstaklingsbundnum þörfum hans sem best.
• lagt mat á íslenskukunnáttu og þar með hvort nemandi á heima á „nýbúabraut“ eða í almennu námi samhliða ÍSA-áföngum.
• sagt frá starfsháttum skólans og skólareglum.
• Inna er kynnt og tryggt að foreldrar hafi aðgang að henni.
• foreldrar eru hvattir til að hafa samband við skólann.
• farið yfir þjónustu og stuðning sem stendur nemanda til boða s.s. náms- og starfsráðgjöf og námsaðstoð í námsveri.
• sagt frá félags- og tómstundastarfi sem nemendafélög skólans standa fyrir.
• skráðir áfangar í Innu í samræmi við íslenskukunnáttu og áhugasvið nemandans.
Sjá nánar um móttökuáætlun fyrir nemendur með annað tungumál en íslensku
Uppfært 21.04.2021
Áfangastjórn