Dreifnám er nám utan dagskóla sem sameinar kosti fjar- og kvöldnáms. Áfangi getur verið kenndur að öllu leyti í fjarnámi, að öllu leyti í staðbundnu námi eða að hluta í fjarnámi og hluta í staðbundnum lotum.
Í dreifnámi eru í boði nær allir fagáfangar skipstjórnarnámsins (og afgangurinn sem námskeið). Almenna námið á skipstjórnarbrautum (raungreinar, íslensku og tungumál) má taka í fjarnámi í öðrum skólum og fá metið. Hér má sjá nánari upplýsingar um mat á fyrra námi.
Opið er fyrir umsóknir í dreifnám báðar annir.
Um skilyrði til innritunar á námsbrautir skipstjórnarnáms gilda sömu skilyrði og við innritun í skipstjórnarnám B og C og síðar skipstjórnarnám D (sjá þó önnur skilyrði fyrir skipstjórnarnám A).
Í dreifnámi hefur þú heimild til að sækja um einn eða fleiri áfanga, allt að 30 einingum sem telst fullt nám. Umsóknir eru samþykktar svo fremi sem ofangreind inntökuskilyrði eru uppfyllt og reglur um undanfara einstakra áfanga (forkröfur). Sjá nánari leiðbeiningar um umsóknarferlið fyrir dreifnám.
Að jafnaði er um helmingur áfanga kenndur á hvorri önn (haustönn og vorönn) þannig að áfangar eru í boði annað hvort á haustönn eða vorönn. Þar sem oft verður að taka áfanga í ákveðinni röð (forkröfur) er áríðandi að skipuleggja námið með tilliti til þess. Sótt er um á hverri önn og fá nemendur sem skráðir eru í dreifnám forgang í innritun í hópa á næstu önn.
Ef þú hefur annað nám eða starfsreynslu að baki þá má vera að hægt sé að meta eitthvað af því og stytta þannig námið sem framundan er. Hér má sjá nánari upplýsingar um mat á fyrra námi.
A-réttindi er tveggja anna fullt nám (haust-vor) en 3-4 fjögurra anna nám í dreifnámi. Námið er hugsað fyrir þá sem vantar eingöngu þessi réttindi. Sjá nánar um inntökuskilyrði á námsbraut, og tillögur um 4 anna nám til A-réttinda með vinnu. Þetta eru eingöngu fagáfangar skipstjórnar (engir almennir áfangar).
B-réttindi er fjögurra anna fullt nám og má reikna með að það geti verið 6-8 annir með vinnu. Það er fyrir þá sem eru að byrja í réttindanámi og ætla sér jafnvel í full réttindi, sjá námsskipulag. Hér blandast inn almennir áfangar sem áríðandi er að nemendur taki samhliða (oft hafa nemendur þó lokið almennu námi).
C-réttindi eru 3 annir í fullu námi ofan á B-réttindin. Það er blanda af fagáföngum skipstjórnar og almennu námi. Heimilt er að velja áfanga sem tilheyra C-réttindum á sama tíma og áfanga sem tilheyra B-réttindum svo fremi sem forkröfur eru uppfylltar. Sjá námsskipulag.
D-réttindi er 1 önn í fullu námi ofan á C-réttindin, áfangar eru kenndir á vorönn. Hún er tekin að loknu námi til C-réttinda (eða því sem næst). Sjá námsskipulag.
Í staðlotum er verklegur hluti námsins kenndur og um leið fer gjarnan fram námsmat þannig að þá er skyldumæting. Kennsla í staðlotum fer fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi.
Mikilvægt er fyrir nemendur, sem vinna þannig vinnu með námi að þeir komast ekki í staðlotur hvenær sem er, að kynna sér vel dagsetningar og velja áfangahópa sem hafa lotur á þeim dögum sem þeir komast frá.
Skoða lotuplan á vorönn 2025.
Opið er fyrir umsóknir í dreifnám seinnipart sérhverrar annar og er þá sótt um nám fyrir næstu önn á eftir. Auglýst er hér á vef skólans hvenær opnað er fyrir umsóknir. Athugið að fjöldi umsókna í einstaka áfanga ræður því hvort þeir fari af stað.
Bóklegur hluti námsins fer fram á kennsluvef skólans (INNU) en verklegur hluti þess í staðbundnum námslotum (staðlotum).
Á kennsluvef koma fram námsáætlanir og er lesefnið í mörgum tilvikum aðgengilegt eða tilvísun til þess (bóka og rafbóka), fyrirlestrar eru gjarnan birtir og kennslumyndskeið eru í mörgum tilvikum notuð. Lögð eru fyrir verkefni og próf á kennsluvefnum.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækniskólans. Fyrir áfanga í dreifnámi er greitt einingagjald fyrir sérhvern áfanga og eitt skráningargjald á umsókn.
Já, almennir framhaldsskólaáfangar eru almennt metnir og einhverjum tilvikum nám úr háskólum og sérskólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar). Sjá nánar hér.
Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára starfsreynslu í faginu geta sótt um að fara í raunfærnimat, en það nær fyrst og fremst til fyrstu áfanga (kenndir á A, B og mögulega C stigi). Sjá nánar hér.