fbpx
en
Menu
en

Matur

Mötuneyti

Mötuneyti Tækniskólans er í þremur skólahúsum: á Skólavörðuholti, á Háteigsvegi (Sjómannaskólahúsinu) og í Hafnarfirði.

Tækniskólinn er heilsueflandi framhaldsskóli.

Mötuneytið býður upp á heitan mat í hádeginu og þar er einnig hægt að kaupa, salatbakka, samlokur, mjólkurvörur og fleira.

Í boði er hollur og heimilislegur matur í samræmi við heilsustefnu skólans.

Rekstraraðili mötuneytanna er Smjattpatti ehf. með þjónustusamning við skólann.

Matseðill vikunnar

 

Verð

Stök máltíð fyrir nemendur kostar 1200 kr. en 10 miða klippikort kostar 10.000 kr.

 

Opnunartími mötuneyta

Mötuneytið er venjulega opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00–15:30 og föstudaga frá kl. 08:00–14:30.

Heitur matur er afgreiddur frá kl. 11:45–13:00.

 

Símanúmer í mötuneytum

Skólavörðuholt: 514 9640

Háteigsvegur: 514 9641

Hafnarfjörður: 514 9705

 

Rekstraraðili mötuneyta

Smjattpatti ehf. er matvælafyrirtæki í mötuneytisrekstri, sem sér um mötuneyti Tækniskólans (Skólavörðuholt, Háteigsvegur, Hafnarfjörður). Heimir Magni Hannesson matreiðslumeistari og Ingunn Björnsdóttir matartæknir eiga Smjattpatta. Samanlagt eru þau með um 40 ára starfsreynslu í matvælageiranum og rekstri á mötuneytum. Meginmarkmið í matreiðslunni er að vinna úr úrvalshráefnum frá grunni og með manneldismarkmið til hliðsjónar.

 

Símanúmer og netföng

Heimir: 822 8577 og kokkur77(hja)gmail.com

Ingunn: 895 1605 og Ingunnbj74(hja)gmail.com