Viltu vinna hjá dagblaði, fjölmiðli, í eigin stúdíói eða vera freelance?
Taka tískumyndir, portrett, landslagsmyndir eða taka myndir af því sem fyrir augun ber? Þá er nám í ljósmyndun fyrir þig, því hver vill ekki kunna að taka mynd sem fangar augnablikið með fullkomnum hætti.
Nám í ljósmyndun endurspeglar kröfur um þekkingu og færni þeirra sem vinna í greininni.
Nemendur læra að beita þekkingu sinni og verkkunnáttu á sjálfstæðan hátt. Ljósmyndari þarf að hafa góða innsýn í flókin tækniatriði sem varða uppsetningu og vinnslu ljósmynda sem og útprentunarmöguleika því þróun á þessum sviðum er hröð.
Ljósmyndari þarf einnig að kunna skil á þeirri tækni sem byggir á filmu og framköllun í myrkraherbergi sem og stafrænni tækni sem nýtir sér tölvutækni og prentara.
Settur hefur verið upp kynningarvefur sem sýnir m.a. nemendur og verkefni þeirra.
Skoða kynningarvef um ljósmyndanámiðLjósmyndun er gamalgróin iðngrein með mikla sögu og hefðir sem hefur gengið í gegnum umtalsverðar tæknibreytingar. Annars vegar er sú tækni sem byggir á filmu og framköllun í myrkraherbergi og hins vegar stafræn tækni sem nýtir tölvutækni. Á fáum árum hefur orðið sú þróun að mikill meirihluti ljósmynda eru teknar á stafrænt form og flestir ljósmyndarar nota slíka tækni. Góð þekking á stafræna ferlinu frá myndatöku til birtingar í mismunandi miðlum er mikilvæg ásamt góðri þekkingu á öllum myndatökubúnaði. Auk þess að kunna skil á fagurfræðilegum forsendum miðilsins, bera gott skynbragð á lýsingu og myndbyggingu og þekkja vel tjáningarmöguleika ljósmyndunar. Ljósmyndun er löggilt iðngrein.
Fyrst þarf að klára grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina sem tekur þrjár annir. Þegar því námi er lokið þá geta nemendur sótt um nám í ljósmyndun, sem er sérsvið og tekur tvær annir eftir grunnnámið (samtals 5 annir í skóla).
Umsækjendur þurfa að senda inn fimmtán myndir í u.þ.b. 2.000 x 3.000 pixela stærð sem sýna góðan þverskurð af getu umsækjanda. Senda skal myndirnar með www.WeTransfer.com fyrir 1. maí 2022 til Kristínar Þóru, skólastjóra Upplýsingatækniskólans. Netfangið hennar er [email protected] og hún getur gefið nánari upplýsingar ef á þarf að halda.
Allir umsækjendur verða boðaðir í viðtöl þegar umsóknarfrestur er liðinn.
Nemendur skólans sækja um brautarskipti í Innu en aðrir sækja um rafrænt á umsóknarvef. Sjá umsóknarhnapp hér ofar á síðunni.
Námið tekur 2–3 ár eða fimm annir. Það tekur tvær annir að loknu grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
Þar að auki er 24 vikna starfsþjálfun. Ljósmyndun er löggilt iðngrein og lýkur náminu með sveinsprófi sem veitir þér rétt til starfa í iðninni og til inngöngu Meistaraskólann.
Einnig er hægt að taka viðbótarnám og klára stúdentspróf eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.
Í grunnnáminu þurfa nemendur að nota Adobe forritunarpakkann og er hægt að kaupa nemendaleyfi á bókasafni skólans.
Það er hægt að klára stúdentspróf eftir að námi í skólanum lýkur eða búa sig undir nám á háskólastigi með öðrum hætti.
Það er erfitt að fullyrða um að nemendur komist í starfsþjálfun eftir að námi í skólanum lýkur. Það fer allt eftir eftirspurn hverju sinni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Kennsla í ljósmyndun fer fram í Sjómannaskólanum á Háteigsvegi. En einnig fara nemendur á sérsviðinu út í fyrirtæki.
Já, nánari reglur um skólasókn er að finna hér á vefnum.