fbpx
Menu

Innsýn í námið

Meiri réttindi

Í náminu öðlast þú skipstjórnarréttindi á fiskiskipum styttri en 45 metrar í innanlandssiglingum og á flutninga- og farþegaskipum að 500 brúttótonn í strandsiglingum (STCW II/3) (að loknum siglingatíma).

Námið er bæði bóknám og verknám og er kennt í Reykjavík (Háteigsvegi). Innritun inn námið er opin bæði á haustönn og vorönn. Lágmarks námstími í skóla er 4 annir. Hægt er að bæta við áföngum til stúdentsprófs (tvær annir í viðbót).

Skólinn býður fyrsta flokks aðstöðu fyrir nemendur til bóklegrar og verklegrar kennslu. Námið hentar nemendum af öllum aldri og er kennt bæði í dagnámi og dreifnámi. Ein­göngu er opið fyrir umsóknir í dagnám fyrir haustönn en opið er fyrir umsóknir í dreifnám báðar annir. Allir áfangar braut­ar­innar eru í boði í dreifnámi.

Sjá áfanga- og annarskipulag á námsskipulagssíðu.

Brautarlýsingar

SB20 Skipstjórn B - skip undir 45m, 500BT sbr. STCW II-3

Skipstjórnarnám skiptist í meginatriðum í sjö námsstig sem að námi loknu veita hvert um sig, að öðrum skilyrðum uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem skipstjórnarmaður. Þetta námsstig (fjórða) er til réttinda til að gegna stöðu skipstjóra/yfirstýrimanns á skipum sem eru 45 metrar að skráningarlengd eða minni í innanlandssiglingum og undirstýrimanns á fiskiskipum af ótakmarkaðri stærð og farsviði. Einnig sem skipstjóri og stýrimaður á farþega- og flutningaskipum sem eru minni en 500 brúttótonn í strandsiglingum (STCW II/3).

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Námsupphaf brautar miðast við að nemandi hafi náð hæfniviðmiðum grunnskóla í kjarnafögum (B í íslensku, ensku og stærðfræði). Sé það ekki býðst nemendum fornám í þessum greinum til að ná þeirri hæfni ásamt því að stunda nám í fyrstu áföngum brautarinnar eftir því sem hægt er.

Ef þú hefur annað nám eða starfs­reynslu að baki þá má vera að hægt sé að meta eitthvað af því og stytta þannig námið sem framundan er. Hér má sjá nánari upplýsingar um mat á fyrra námi.

 

Mat á námi:

Verklagsregla um námsmat og skráningu einkunna
Sérreglur um námsmat í tilteknum áföngum í skipstjórn
Mat á fyrra námi og námi úr öðrum skólum

Að loknu námi

Þú öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem ýmist stýrimaður eða skipstjóri að loknum siglingatíma og öryggisfræðslu – fyrir þetta rétt­inda­stig geta réttindin verið yfirstýrimaður/stýrimaður og skipstjóri á skipum styttri en 45 m að skráningarlengd í innanlandssiglingum, og undirstýrimaður á fiskiskipum og öðrum skipum að ótakmarkaðri stærð og farsviði.

Námið fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru til bóknáms til að öðlast skírteini STCW II/3 (500 BT) samkvæmt alþjóðasamþykkt.

Hægt er að fara stúdentsleið samhliða náminu og klára stúdentspróf.

Verkefni nemenda

Skipstjórnarverkefni

Siglingarpróf

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að taka stúdentspróf með náminu?

Já, þú getur valið áfanga í stúd­entsleið og lokið stúd­ents­prófi á einni eða tveimur önnum til viðbótar.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is

Hvar fer kennslan fram?

Kennsla í skipstjórn fer fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi.

Þarf ég að vera með verkfæri eða annan útbúnað?

Nemendur sem hefja nám í Skipstjórnarskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu véltækninámi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Er mætingarskylda?

Hvað kostar nám í skipstjórn?

Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækni­skólans. Fyrir áfanga í dreif­námi er greitt ein­inga­gjald fyrir sér­hvern áfanga og eitt skrán­ing­ar­gjald á umsókn.

Er nemendafélag?

Í Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi skólafélag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Þannig hafa nemendur í skipstjórn á Háteigsvegi með sér félag sem heldur uppi félagslífi. Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.

Netfang félagsins er [email protected].

Saman mynda nemendafélög í Tækniskólanum – Nemendasamband Tækniskólans, NST.

Hér má lesa nánar um félagslíf Tækniskólans.

Er nám úr öðrum skólum metið, t.d. áfangar eða stúdentspróf?

Já, almennir framhaldsskólaáfangar eru almennt metnir og einhverjum tilvikum nám úr háskólum og sérskólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar). Sjá nánar hér.

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi eru líka boðnir velkomnir í þetta nám og getur það stytt námstímann um allt að þriðjung.

Er hægt að fá áfanga metna í raunfærnimati?

Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára starfsreynslu í faginu geta sótt um að fara í raunfærnimat, en það nær fyrst og fremst til fyrstu áfanga (kenndir á A, B og mögulega C stigi). Sjá nánar hér.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!