Með þessu námi færðu réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl að 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna (að loknum siglingatíma). Námsstig B veitir einnig rétt til að undirgangast sveinspróf í vélvirkjun að lokinni starfsþjálfun.
Námið er bæði bóknám og verknám og er kennt í Reykjavík (Háteigsvegi) en allar málmiðngreinar eru þó bara kenndar í Hafnarfirði (Flatahrauni). Innritað er í námið á haustönn. Lágmarks námstími í skóla er 6 annir. Mjög lítið vantar upp á til að ljúka stúdentsprófi af þessari braut (má samþætta 6 anna náminu eða bæta við einni önn).
Vélstjórar starfa víðar en á skipum og getur starfsvið þeirra verið fjölbreytt. Verksmiðjur og framleiðslufyrirtæki þurfa að hafa vélstjóra og vélvirkja við störf.
Mögulega getur í einstökum áföngum verið nám með vinnu (dreifnám – fjarnám með staðlotum) í boði.
Vélstjórnarnám skiptist í meginatriðum í sex námsstig sem að námi loknu veita hvert um sig, að öðrum skilyrðum uppfylltum, rétt til að fá útgefið skírteini til starfa sem vélstjóri. Þetta námsstig (fjórða) er til réttinda til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Þetta námsstig er jafnframt nám til prófs í vélvirkjun. Í náminu öðlast nemendur einnig viðeigandi menntun og þjálfun þannig að þeir geti sinnt vélstjórnarstörfum í landi, t.d. á sviði orku- og veitufyrirtækja og í iðnaði. Til sjós er starfssvið vélstjóra að annast rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar og tryggja, í samvinnu við aðra yfirmenn um borð, að rekstur skipsins fullnægi gildandi lögum og reglum, s.s. um öryggi skipa og mengunarvarnir.
Námsupphaf brautar miðast við að nemandi hafi náð hæfniviðmiðum grunnskóla í kjarnafögum (B í íslensku, ensku og stærðfræði). Sé það ekki býðst nemendum að hefja nám á grunnnámsbraut málm- og véltæknigreina í Hafnarfirði (Flatahrauni) til að ná þeirri hæfni ásamt því að stunda nám í fyrstu áföngum brautarinnar samhliða.
Verklagsregla um námsmat og skráningu einkunna |
Sérreglur um námsmat í tilteknum áföngum í skipstjórn |
Mat á fyrra námi og námi úr öðrum skólum |
Þú öðlast rétt til að fá útgefið atvinnuskírteini sem ýmist vélavörður, undirvélstjóri, 1. vélstjóri eða yfirvélstjóri að loknum siglingatíma og öryggisfræðslu – fyrir þetta réttindastig (B) geta réttindin verið vélavörður og yfirvélstjóri á skipi með vélarafl að 750 kW, 1. vélstjóri og yfirvélstjóri á skipi með vélarafl að 1500 kW, undirvélstjóri á skipi með vélarafl að 3000 kW, eða undirvélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð.
Vélvirkjun er samþætt vélstjórnarnámi til VB réttinda og að lokinni annarri tilskilinni þjálfun og vinnustaðanámi getur þú tekið sveinspróf í iðngreininni. Þú getur valið stúdentsleið samhliða náminu sem er góður grunnur fyrir tæknitengt framhaldsnám.
Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.
„Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í Háskólanum.“
Í byrjun árs 2017 var komið að því, ég ætlaði að gera eitthvað meira en bara vinna. Mig langaði að gera eitthvað sem ég hafði virkilega áhuga á. Var búinn að velta þessu fyrir mér í kannski tvö ár og svo sá ég auglýsingu á Facebook fyrir flugvirkjanám Tækniskólans. Auglýsingin poppaði auðvitað upp á mínum skjá því ég hef haft brennandi áhuga á flugvélum síðan ég var 4 ára og er með fullt að flugvélatengdum síðum á Facebook.
Ég sé ekki eftir að hafa sótt um þetta sérnám því ég kynntist fólki frá öllum stéttum samfélagsins. Fólk sem hafði mismikinn áhuga en vildi gera það sama og ég, finna sér eitthvað sem væri öðruvísi en þau höfðu verið að vinna við. Gaman var að fylgjast með þeim öllum fá aukinn áhuga fyrir þessum tækjum háloftanna með mér.
Námið er skemmtilegt og mjög fjölbreytt en á köflum ansi strembið og voru flestir kennararnir mjög færir að einfalda efnið fyrir manni. Það sem ég tek úr þessu er auðvitað námið og kunnátta mín að leysa vandamál en þessi tvö ár með bekkjarfélögunum stendur upp úr. Tveir mánuðir fyrir norðan á Akureyri í verklegu námi virkilega þéttu hópinn og er maður heppinn að hafa eignast svona marga vini.
Já, þú getur valið áfanga í stúdentsleið og lokið stúdentsprófi, jafnvel án þess að það lengi námstímann.
Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.
Vélstjórar og vélfræðingar starfa m.a. í verksmiðjum, á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfur um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Vélstjórnarnám veitir réttindi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutninga eða á stærstu farþegaskipum.
Dagnámskennsla í Véltækniskólanum í Reykjavík fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi og í Hafnarfirði (Flatahrauni og Gjótuhrauni). Efri áfangar í náminu eru eingöngu kenndir á Háteigsvegi.
Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækniskólans. Fyrir áfanga í dreifnámi er greitt einingagjald fyrir sérhvern áfanga og eitt skráningargjald á umsókn.
Í Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi skólafélag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Þannig hafa nemendur í vélstjórn á Háteigsvegi með sér félag sem heldur uppi félagslífi. Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.
Netfang félagsins er [email protected].
Saman mynda skólafélög í Tækniskólanum Nemendasamband Tækniskólans, NST.
Já, almennir framhaldsskólaáfangar eru almennt metnir og einhverjum tilvikum nám úr háskólum og sérskólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar). Sjá nánar hér.
Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi eru líka boðnir velkomnir í þetta nám og getur það stytt námstímann um allt að þriðjung.
Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára staðfesta starfsreynslu í vélstjórnargreinum geta farið í raunfærnimat. Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað.
Nokkrar greinar eru metnar í raunfærnimati og getur það stytt námstímann eða auðveldað nemendum að taka það sem vantar upp á réttindin með vinnu. Sjá nánar hér.