Höfða vélar og tæki til þín?
Starf vélstjóra getur verið fjölbreytt og námið er skemmtilegt.
Með þessu námi færðu réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl að 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna.
Vélstjórar starfa víðar en á skipum og getur starfsvið þeirra verið fjölbreytt. Verksmiðjur og framleiðslufyrirtækni þurfa að hafa vélstjóra við störf.
Námið er bæði bóknám og verknám og er kennt í dagnámi í Reykjavík en einnig nokkrir áfangar sem nám með vinnu (dreifnám).
Meðalnámstími í skóla er 6 annir.
Hafa lokið stærðfræði úr grunnskóla með að lámarki 7 samkvæmt eldri reglu eða B frá og með vori 2016, og lágmarkseinkunn 5 í íslensku og ensku (eða C).
Þú öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem ýmist vélavörður, undirvélstjóri, 1. vélstjóri eða yfirvélstjóri að loknum mislöngum siglingatíma í mismunandi stöðum og öryggisfræðslu.
Fyrir þetta réttindastig eru réttindin allt frá því að vera vélavörður og yfirvélstjóri á skipi með vélarafl að 750 kW, 1. vélstjóri og yfirvélstjóri á skipi með vélarafl að 1500 kW, undirvélstjóri á skipi með vélarafl að 3000 kW, og til þess að vera undirvélstjóri á skipi með ótakmarkaða vélarstærð.
Vélvirkjun er samþætt vélstjórnarnámi til VB réttinda og að lokinni annarri tilskilinni þjálfun og vinnustaðanámi getur þú tekið sveinspróf í iðngreininni. Þú getur valið stúdentsleið samhliða náminu sem er góður grunnur fyrir tæknitengt framhaldsnám.
BrautarlýsingMálmsmíði og véltækni er vandað nám sem er í senn hátækni og handverk.
Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."
Já, þú getur valið áfanga í stúdentsleið og lokið stúdensprófi, jafnvel án þess að það lengi námstímann.
Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.
Vélstjórar og vélfræðingar starfa m.a. í verksmiðjum, á skipum, í orkuverum og þar sem gerðar eru kröfur um víðtæka þekkingu á vél- og tæknibúnaði. Vélstjórnarnám veitir réttindi til atvinnu um allan heim á skipum af öllum stærðum og gerðum, við fiskveiðar, flutninga eða á stærstu farþegaskipum.
Dagnámskennsla í Véltækniskólanum í Reykjavík fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi og í Hafnarfirði (Flatahrauni og Gjótuhrauni). Efri áfangar í náminu eru eingöngu kenndir á Háteigsvegi.
Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækniskólans. Fyrir áfanga í dreifnámi er greitt einingagjald fyrir sérhvern áfanga og eitt skráningargjald á umsókn.
Í Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi skólafélag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur. Þannig hafa nemendur í vélstjórn á Háteigsvegi með sér félag sem heldur uppi félagslífi og í félagsherberginu er líf og fjör alla daga. Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.
Netfang félagsins er svirpostur@gmail.com.
Saman mynda skólafélög í Tækniskólanum Nemendasamband Tækniskólans, NST.
Já, almennir framhaldsskólaáfangar eru almennt metnir og einhverjum tilvikum nám úr háskólum og sérskólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar).
Nemendur sem lokið hafa stúdensprófi eru líka boðnir velkomnir í þetta nám og getur það stytt námstímann um allt að þriðjung.
Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára staðfesta starfsreynslu í vélstjórnargreinum geta farið í raunfærnimat. Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað.
Nokkrar greinar eru metnar í raunfærnimati og getur það stytt námstímann eða auðveldað nemendum að taka það sem vantar upp á réttindin með vinnu.