fbpx
Menu

Stoðþjónusta

Stoðþjónusta

Tækniskólinn leggur mikið upp úr öflugi stoðþjónustu sem ætlað er að styðja við nemendur og starfsfólk skólans.

Hvert skal leita?

Stoðþjónusta skólans er fjölbreytt og nær meðal annars yfir aðstoð í námi, sérkennslu, stuðning, námsráðgjöf, sálfræðiaðstoð, forvarnir og aðstoð í félagsmálum.

 

Náms- og starfsráðgjafar

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Jafnframt sinna þeir ráðgjöf til kennara.

 

Sálfræðingur

Tækniskólinn leggur sérstaka áherslu á andlega líðan nemenda og kennara og býður upp á gjald­frjálsa sálfræðiþjón­ustu. Hægt er að leita til sálfræðiþjón­ust­unnar vegna til­finn­inga­legra erfiðleika, sam­skipta­vanda, gruns um ADHD eða vegna annarra mála.

 

Forvarnarfulltrúi

Guðlaug Kjartansdóttir er forvarnar­full­trúi Tækniskólans og vinnur hún meðal annars að skipulagi vímulauss félagslífs í samstarfi við nemendur. Forvarnarfulltrúi aðstoðar þá sem eiga í vandræðum vegna áfengis eða annarra vímugjafa og stendur reglulega fyrir fræðsluerindum fyrir nemendur skólans.

 

Félagsmálafulltrúi

Félags­mála­full­trúi skólans, Þorvaldur Guðjónsson, aðstoðar nem­enda­sam­bandið NST og skóla­fé­lögin í sínu starfi.