Nemendum Tækniskólans býðst þjónusta hjúkrunarfræðings veturinn 2022–2023.
Ásdís Eckardt og Margrét Erla Finnbogadóttir eru hjúkrunarfræðingur skólans. Hjúkrunarfræðingar bjóða meðal annars upp á viðtöl og ráðleggingar um heilbrigði og líðan.
Viðvera Ásdísar er eftirfarandi:
Háteigsvegur
Stofa sálfræðings
Þriðjudaga. Bóka þarf tíma í INNU.
Skólavörðuholt
Stofa sálfræðings
Þriðjudaga kl. 13:00–15:00
Fimmtudaga kl. 09:00–15:00
Viðvera Margrétar er eftirfarandi:
Hafnarfjörður
Herbergi hjá matsal
Föstudaga kl. 12:00–16:00
Nemendur geta bókað viðtalstíma hjá hjúkrunarfræðingum á INNU.
Þjónusta hjúkrunarfræðings:
Allar spurningar eiga rétt á sér!
Veturinn 2022-2023 verður boðið upp á þjónustu skólahjúkrunarfræðinga í öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt samningi sem gerður var milli heilsugæslu og framhaldsskóla. Þjónustan er kostuð af tímabundnu fjármagni til heilbrigðisstofnana til að auka geðheilbrigðisþjónustu við framhaldsskólanema. Þjónustan er hugsuð sem viðbót við þá stuðningsþjónustu sem nú þegar er til boða í skólunum.