Nám fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Í iðnmeistararnámi (Meistaraskólanum) fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum. Skoða námsleið
Nám sem hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Skoða námsleið
Nám fyrir þá sem vilja læra að skapa veflausnir frá hugmynd til veruleika. Sérhæfð námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna.
Ég var mjög sáttur með að fá kennslu í nokkrum mismunandi fögum á fyrstu önn til að sjá hvað mér líkaði við og við hvað ég vildi vinna í framtíðinni. Það er alltaf gaman að vinna með fólki að verkefni sem allir hafa áhuga á, jafnvel blanda áhugasviðum saman í eitt verkefni.
„Nemendur skiptast í tvennt, annars vegar þá sem hafa áhuga á tölvuleikjum eða annarri afþreyingu í tölvum og síðan er kvikmyndahópurinn sem er í brellunum." segir Halldór Bragason fagstjóri í Margmiðlunarskólanum.
Hefur aldrei liðið jafn vel í námi og get ekki hætt að læra heima, (vandamál sem ég hef ekki kannast við áður) finnst allt svo skemmtilegt þótt sumt geti verið flókið og nóg að gera. Strax á fyrstu önn hefur námið komið mér af stað í að geta búið til einfalda tölvuleiki og flottar tæknibrellur. Kennararnir mjög skemmtilegir og góðir í því sem þeir gera.
Tækniakademían býður nám á fagháskólastigi. Einingar sem teknar eru má meta sem einingar á háskólastigi.
Nemendur sem útskrifast úr stafrænni miðlun og vefþróun hafa marga víðtæka atvinnumöguleika innan tölvu og tæknigeirans.