Nám fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Í iðnmeistararnámi (Meistaraskólanum) fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum. Skoða námsleið
Nám sem hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Skoða námsleið
Nám fyrir þá sem vilja læra að skapa veflausnir frá hugmynd til veruleika. Sérhæfð námsleið í viðmóti, notendaupplifun og forritun veflausna.
Þetta er frábært nám sem gefur innsýn í hvernig það er að starfa við stafræna hönnun. Námið er skemmtilegt fyrir alla sem hafa áhuga á tölvuleikjagerð, tæknibrellum í kvikmyndum, þrívíddarvinnslu og teiknimyndagerð. Reynsla mín af náminu er mjög jákvæð og ég get heilshugar mælt með náminu.
„Námið er mjög verkefnadrifið og hvetur nemendur til að taka hugmyndir og verkefni lengra eftir kunnáttu þeirra. Það gerir það að verkum að námið hentar vel fyrir bæði byrjendur og lengra komna.“
„Ég kom inn í nám í vefþróun með miklar væntingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjörlega staðist. Það er greinilega mikill metnaður af hálfu stjórnenda og kennara og áhuginn hjá bekknum var alltaf mikill. Hópurinn var frábær, kennslan skemmtileg og ég var spennt að mæta í skólann á hverjum degi!“
Tækniakademían býður nám á fagháskólastigi. Einingar sem teknar eru má meta sem einingar á háskólastigi.
Nemendur sem útskrifast úr stafrænni miðlun og vefþróun hafa marga víðtæka atvinnumöguleika innan tölvu og tæknigeirans.