fbpx
Menu

Tækniskólinn brautskráir nemendur tvisvar á ári, í maí og desember.

Nemandi lýkur námi í skólanum þegar hann hefur lokið ákveðnum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingu.

Við brautskráningu fær nemandi skírteini þar sem fram kemur hvaða námi hann hefur lokið.

 

Útskriftarhúfur

Tækni­skólinn, hefur í sam­vinnu við Formal Stúd­ents­húfur og P. Eyfeld boðið upp á ­húfu­mátun fyrir útskrift­ar­efni í aðdrag­anda hverrar útskriftar.

Eyfeld

StúdentshúfaFyrirtækið býður upp á marg­vísleg tilboð fyrir verðandi útskrift­ar­nema í leit að réttu útskrift­ar­húf­unni.

Við hvetjum nemendur til þess að hafa samband við P. Eyfeld fyrir nánari upplýsingar

Formal Stúdentshúfur

Hægt er að panta útskrift­ar­húfu á vefsíðu Formal auk þess að finna upp­lýs­ingar um útskriftarpakka sem eru í boði.

Nemendur eru einnig velkomnir á staðinn til að fá mæl­ingu og ganga frá pöntun.

Hér má finna myndband sem leiðbeinir þeim sem vilja sjá um mæl­ingar sjálfir og einnig er til kynningarbæklingur frá fyrirtækinu.

 

Background text

Algengar spurningar um útskrift

Hér má finna svör við algengum spurningum um útskrift skólans.

Er skylda að bera útskriftarhúfu á útskriftinni?

Nei, það er ekki skylda en mörgum finnst það hátíðlegt. Eitt árið voru nemendur í hljóðtækni með heyrnartól. Ykkar er valið!

Ég kemst ekki í útskriftarhúfumátun í skólanum. Get ég fengið að máta seinna?

Þau sem ekki hafa kost á að mæta í útskriftarhúfumátun þegar hún er í skólanum, geta sett sig í samband við P. Eyfeld eða Formal stúdentshúfur.

Hvernig á útskriftarhúfan mín að vera á litinn?

Þitt er valið en hefð hefur verið fyrir því að iðnnemar beri vínrauðar húfur, skipstjórn dökkbláar, vélstjórn svartar og þau sem útskrifast með stúdentspróf hvítar.

Hvaða húfur nota meistaranemar?

Vínrauðar húfur eins og aðrir iðnnemar.

Ég á húfu síðan ég útskrifaðist úr framhaldsskóla. Get ég notað sömu húfu en keypt nýjan koll?

Já það er hægt er að taka kolla af og setja nýjan koll á með öðrum lit.

Ef ég kemst ekki í útskriftina hvenær fæ ég brautskráningarskírteinið mitt?

Eftir útskrift má nálgast skírteini á skrifstofu skólans. Skrifstofan hefur síðar samband við þau sem eiga eftir að sækja skírteinið sitt.