Tækniskólinn brautskráir nemendur tvisvar á ári, í maí og desember. Nemandi lýkur námi í skólanum þegar hann hefur lokið ákveðnum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingu. Við brautskráningu fær nemandi skírteini þar sem fram kemur hvaða námi hann hefur lokið.
Útskrift Tækniskólans á haustönn 2024 fer fram í Eldborgarsal Hörpu, miðvikudaginn 18. desember.
Mikilvægt er að nemandi sem stefnir á útskrift á þessari önn skrái sig til útskriftar hjá skólastjóra síns fagskóla fyrir auglýstan frest sem má sjá hér í skóladagatali.
Skólastjóri yfirfer námsferil nemandans og skráir hann sem útskriftarefni í Innu. Athugið að nemandi þarf að láta skólastjóra vita ef hann er að taka aðra áfanga í öðrum skóla fyrir útskrift.
Skólastjóri staðfestir útskriftarefni í Innu eftir að frestur er liðinn skv. VKL-204
Tækniskólinn, hefur í samvinnu við Formal Stúdentshúfur og P. Eyfeld boðið upp á húfumátun fyrir útskriftarefni í aðdraganda hverrar útskriftar.
Eyfeld
Fyrirtækið býður upp á margvísleg tilboð fyrir verðandi útskriftarnema í leit að réttu útskriftarhúfunni.
Við hvetjum nemendur til þess að hafa samband við P. Eyfeld fyrir nánari upplýsingar
Formal Stúdentshúfur
Hægt er að panta útskriftarhúfu á vefsíðu Formal auk þess að finna upplýsingar um útskriftarpakka sem eru í boði.
Nemendur eru einnig velkomnir á staðinn til að fá mælingu og ganga frá pöntun.
Hér má finna myndband sem leiðbeinir þeim sem vilja sjá um mælingar sjálfir og einnig er til kynningarbæklingur frá fyrirtækinu.
Hér má finna svör við algengum spurningum um útskrift skólans.
Nei, það er ekki skylda en mörgum finnst það hátíðlegt. Eitt árið voru nemendur í hljóðtækni með heyrnartól. Ykkar er valið!
Þau sem ekki hafa kost á að mæta í útskriftarhúfumátun þegar hún er í skólanum, geta sett sig í samband við P. Eyfeld eða Formal stúdentshúfur.
Þitt er valið en hefð hefur verið fyrir því að iðnnemar beri vínrauðar húfur, skipstjórn dökkbláar, vélstjórn svartar og þau sem útskrifast með stúdentspróf hvítar.
Vínrauðar húfur eins og aðrir iðnnemar.
Já það er hægt er að taka kolla af og setja nýjan koll á með öðrum lit.
Eftir útskrift má nálgast skírteini á skrifstofu skólans. Skrifstofan hefur síðar samband við þau sem eiga eftir að sækja skírteinið sitt.