Ef þú hefur áhuga á hönnunar- og tæknitengdum greinum á háskólastigi þá er námið góður undirbúningur. Stúdentspróf af hönnunar- og nýsköpunarbraut býr nemendur undir framtíðina þar sem þörf er á fólki sem er skapandi og þjálfað í lausnaleit.
Námið á brautinni byggir á skapandi vinnu og brúar bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun.
Ef þú vilt undirbúa þig fyrir skapandi nám á háskólastigi þá er þetta námið fyrir þig. Ef þú ert með stúdentspróf eða sambærilegt nám, þá er Hönnunar- og nýsköpunarbraut – fornám braut sem hentar.
Þú lærir að vinna með sjónræna þætti eins og teikningu, liti og form, rannsóknir á umhverfi og samfélagi, hugmyndavinnu og lausnaleit. Áhersla er á vinnu með sjálfbærni, nýsköpun og persónulega sýn í verkefnavinnu. Nemendur vinna ferilmöppu á síðustu önn námsins.
Markmið Hönnunar- og nýsköpunarbrautar er að búa nemendur undir hönnunar- og tæknitengdar greinar á háskólastigi. Náminu lýkur með stúdentsprófi og er ætlað að brúa bil á milli verklegrar og tæknilegrar þekkingar og aðferða í hönnun þar sem unnið er með hönnunarferli í lausnaleit. Sérstök áhersla er á vinnu með verklag, nýsköpun og sjálfbærni. Að námi loknu eiga nemendur að vera með góðan undirbúning fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu.
Til að hefja nám á hönnunar og nýsköpunarbraut þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.
Námið er skipulagt sem þriggja ára stúdentsleið. Að námi loknu ættir þú að vera með góðan undirbúning fyrir nám sem reynir á skapandi vinnu, lausnaleit og frumkvæði í einstaklingsvinnu sem og samvinnu.
Nemendur útbúa ferilmöppu og hafa möguleika á að sækja um listaháskóla hér heima og erlendis t.d. í hönnun, arkitektúr og öðrum skapandi greinum.
Tímaritið Askur er komið út bæði rafrænt og í prentaðri útgáfu. Askur er lokaverkefni nemenda í grafískri miðlun.
Nemendur unnu efni tímaritsins að hluta í Erasmus námsferð sem hópurinn fór í til Danmerkur síðastliðinn febrúar.
Nemendahópur af hönnunar- og nýsköpunarbraut var við nám í eina viku í hönnunarskóla í Kolding á Jótlandi. Hópurinn fór út á Erasmus+ styrk en margir nemendur Tækniskólans hafa tækifæri til að taka hluta náms eða starfsnám erlendis. Lærdómsrík ferð og vel heppnuð í alla staði.
Samsýning þriggja brauta sem vakti athygli og var opin gestum og gangandi í húsi Tækniskólans, Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.
Nemendur á Hönnunar og nýsköpunarbraut voru með sýningu á verkum vetrarins á vorsýningu.
Fjölbreytt verkefni og mikil sköpun sem sjá má á nokkrum myndum.
Tinna fór á hönnunar og nýsköpunarbraut og fannst það koma skemmtilega á óvart.
Námið er skapandi og frábær grunnur fyrir mig sem stefni á nám í hönnun, arkitektúr eða öðrum skapandi greinum.
"Ég er alveg í skýjunum með þetta nám."
Sækja um hnappur er hér á síðunni.
Nei, en vissulega er stór hluti námsins hefðbundnar bóklegar greinar. Sérfögin eru í aðferðafræði, hönnun, hönnunarsögu, teikningu, nýsköpun og frumkvöðlafræði. Auk þess fara nemendur á verkstæði í öðrum undirskólum Tækniskólans og fá að kynnast verk- og iðngreinum.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Lánasjóður íslenskra námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á www.lin.is eða í síma 560 4000.
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Kennslan á hönnunar- og nýsköpunarbraut fer fram á Skólavörðuholti.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.