fbpx
en
Menu
en

Innsýn í námið

Krefjandi og spennandi

Nám í rafiðngreinum býður upp á fjölda möguleika fyrir þig ef þú hefur áhuga á tækni og nýjungum. Nám er í boði til dæmis í rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafvélavirkjun og rafveituvirkjun. Hægt er að ljúka stúdentsprófi af öllum brautum skólans samhliða náminu. Raftækninám gefur þér möguleika á vel launuðum störfum í rafiðnaði hér á landi og erlendis og jafnframt er námið góður undirbúningur fyrir verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi.

Verkefnastýrt nám
Skólinn leggur áherslu á verkefnastýrt nám og frjálsan aðgang að kennslustofum skólans fyrir hvort heldur sem er bóklega eða verklega vinnu.

 

Frekari upplýsingar um nám og störf í rafiðnaði

Námsbrautir

Umsagnir

Jose kom til Íslands árið 2011 og lærði íslensku og rafvirkjun í Tækniskólanum

Hæ Jose heiti ég og ólst upp á Spáni. Ég kom til Íslands árið 2011 og þá ákvað ég að fara á íslenskubraut. Að læra íslensku hjálpaði mér mikið að komast inn í samfélagið. Síðan ákvað ég að læra rafvirkjun, sem er frekar fjölbreytt og skemmtilegt nám fyrir gott framtíðarstarf. Takk fyrir mig!

Sigurður Ragnar Jónsson, útskrifaður úr rafvirkjun

Algjörlega frábært nám sem ég mæli svo sannarlega með. Ég hef fullt af atvinnutækifærum og finnst frábært að geta unnið sjálfstætt.

Námssamningur

Ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi 1. ágúst 2021. Vinnustaðanám er hluti af náms­skipulagi þeirra nemenda sem hófu nám á haustönn 2021. Frá þeim tíma sjá framhaldsskólar um gerð og staðfestingu vinnustaðanámssamninga og hafa eftirlit með þeim. Nemendur sem hefja vinnustaðanám eftir gildistöku reglugerðarinnar vinna samkvæmt ferilbók sem gefin er út af Menntamálstofnun.

Nemendur Tækniskólans sem hófu nám fyrir gildistöku reglugerðarinnar 1. ágúst 2021 og óska eftir að fara hefja vinnustaðanám sækja um á innritunarvef Raftækniskólans.

Endurmenntun rafiðnaðarins rekur rafbok.is sem hefur það að markmiði að allt kennsluefni í rafiðngreinum verði aðgengilegt á vefnum ókeypis.

Straumlina.is er kynningarefni á störfum í rafiðnaði. Viðtöl, svipmyndir og skýringar. Frábært kynningarefni fyrir þá sem eru að kynna sér fjölbreytt störf í rafiðnaði.

Safn tengla á rafbok.is 

Íslensk framleiðsla á vindrafal – Icewind.is

Velkomin

Velkomin í Raftækniskólann

Valdemar G. Valdemarsson

Spennandi nám í rafrænu umhverfi

Störf rafiðnaðarmanna eru margvísleg og skiptast í nokkrar greinar og er rafvirkjun fjölmennasta greinin. Með námi í raftækni ertu komin með góðan grunn sem býður fjölbreytni í starfi.

Námið er mjög verkefnastýrt og geta nemendur haft áhrif á hraða námsins.

Vertu velkomin/n í nám sem eflir þig og margfaldar möguleika þína.

Valdemar G. Valdemarsson

FAQ

Spurt og svarað

Hvar fer kennslan fram?

Raftækniskólinn býður upp á nám í rafvirkjun í dagnámi á Skólavörðuholti en rafveituvirkjun og rafvélavirkjun eru í boði í dreifnámi.

Einnig býður Raftækniskólinn upp á nám í rafeindavirkjun sem fer fram í Hafnarfirði að Flatahrauni 12.

Kennsla í hljóðtækni fer fram í Stúdío Sýrlandi í Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvernig kemst ég á samning?

Finna má gagnlegar upplýsingar á síðunni vinnustaðanám og á eftirfarandi síðu er hægt að sækja um vinnustaðanám í Raftækniskólanum.

Einnig er hægt að leita upplýsinga um vinnustaðanám hjá skólastjóra Raftækniskólans, kennurum og námsráðgjöfum skólans.

Þar að auki veitir Rafmennt upplýsingar um námssamninga nemenda.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!