Kafli 12 – Skólanámskrá
Hér má finna almennar skólareglur, reglur um skólasókn og reglur um tölvunotkun í Tækniskólanum. Kynntu þér reglurnar vel og mundu að fylgja þeim. Það gerir hlutina einfaldari, þannig að allt gangi vel og skólagangan verði með eðlilegum hætti.
1.1 Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
1.2 Ef kennsla hefst ekki stundvíslega og forföll kennara hafa ekki verið tilkynnt skulu nemendur spyrjast fyrir um orsökina á skrifstofu skólans.
1.3 Nemendur og starfsmenn Tækniskólans skulu virða gildi, stefnur og reglur skólans.
1.4 Gagnkvæm virðing, kurteisi og prúðmennska skal ríkja í skólanum svo og hvar sem nemendur og starfsmenn koma fram í nafni skólans.
1.5 Nemendum ber að fara eftir fyrirmælum starfsmanna skólans.
1.6 Nemendum og starfsmönnum ber að ganga snyrtilega um húsakynni skólans og fara vel með muni í hans eigu.
1.7 Skólahúsnæðið og lóðir eru tóbakslaus svæði, þ.m.t. nikótínpúða, munntóbak og rafsígarettur. Einnig er óheimilt að hafa tóbaksáhöld sýnileg í skólanum þ.m.t nikótínpúða, munntóbak og rafsígarettur.
1.8 Öll meðferð áfengis og annarra fíkniefna er bönnuð í skólanum, á samkomum eða í ferðalögum á vegum skólans eða í hans nafni.
1.9 Óheimilt er að bera vopn í skólanum, hvort sem um er að ræða hnífa, skotvopn, rafbyssur eða önnur þau vopn er falla undir skilgreiningar vopnalaga 1988 nr. 16.
1.10 Neysla matar eða sælgætis í kennslustofum, vinnusölum eða á bókasafni er ekki leyfð. Neysla drykkja á bókasafni og í kennslustofum öðrum en tækjastofum/vinnusölum er aðeins leyfð í ílátum sem hægt er að loka tryggilega.
1.11 Notkun farsíma eða annarra snjalltækja í kennslustund er í samráði við kennara hverju sinni.
1.12 Nemendur bera sjálfir ábyrgð á verðmætum sínum.
1.13 Skemmdir sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða eigum hans skulu þeir bæta að fullu.
1.14 Nemendum er óheimilt að leggja bifreiðum sínum í sérmerkt bílastæði starfsmanna.
2.1 Nemendur sæki allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stundvíslega.
2.2 Litið er svo á að ef nemandi mætir ekki í skólann fyrstu kennsluvikuna og hefur ekki gert grein fyrir fjarveru sinni ætli hann ekki að stunda nám í skólanum.
2.3 Ef kennsla hefst ekki stundvíslega og forföll kennara hafa ekki verið tilkynnt skulu nemendur spyrjast fyrir um orsökina á skrifstofu skólans.
2.4 Viðvera nemenda er metin með eftirfarandi hætti:
Reglulega er gerð úttekt á skólasókn nemenda. Nemendur sem ekki fylgja reglum um skólasókn fá senda áminningu í gegnum Innu. Við endurtekin brot á reglum um skólasókn áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemandanum úr skólanum.
Hægt er að veita undanþágu á skólasóknarreglum fyrir afreksfólk í samræmi við kafla 16.2 í aðalnámskrá. Nemandi sem hyggst nýta sér undanþágu skal skila inn viðeigandi gögnum til aðstoðarskólameistara.
* Skólasóknareining er gefin fyrir raunmætingu í námi 12 kennslustundir eða 15 einingar á önn hið minnsta.
3.1 Tölvubúnaður Tækniskólans er eign skólans og einungis ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annarra þátta er samræmast markmiðum skólans.
3.2 Nemendur, sem eru að vinna verkefni vegna náms, hafa forgang í tölvur skólans.
3.3 Handhafi notendanafns í tölvukerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess.
3.4 Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.
3.5 Gert er ráð fyrir að hver nemandi hafi til umráða heimasvæði (H-drif og OneDrive hjá Microrsoft).
3.6 Leiðbeiningar um aðgangs- og lykilorð að tölvukerfum eru á vef skólans.
3.7 Öll notkun á tölvum skólans og tölvukerfum utan þeirrar notkunar sem tengist skólastarfi er óheimil og er þar m.a. tengingar að eða frá, hvers konar niðurhal og netnotkun, uppsetning forrita, afritun gagna og hugbúnaðs annarra en eigin, breyta tengingum vélbúnaðs. Ef óskað er eftir einhvers konar annarri notkun tölvukerfa skólans en uppsetning kerfanna gerir ráð fyrir skal haft samband við tölvudeild skólans.
Brjóti nemandi reglur skólans fær hann viðvörun eða áminningu. Brot á skólareglum geta leitt til brottvísunar úr skóla. Forráðamönnum ólögráða nemenda er gert viðvart um brot á skólareglum. Öll brot á skólareglum eru skráð á svæði nemendans í Innu.
Sjá meðferð brota á skólareglum í gæðahandbók skólans VKL-426
Uppfært 13. nóvember 2023
Áfangastjórn