fbpx
Menu

Grunnskólaval

Grunnskólaval

Tækniskólinn veitir grunnskólanemendum í 10. bekk tækifæri til þess að velja sér áfanga á sínu áhugasviði.
Nemendur kynnast ólíku vinnulagi og aðferðum í list- og verknámi sem kynntar eru í lotukerfi þar sem hver nemandi velur þrjú viðfangsefni.

Skráning og tengiliður

Þátttökuskóli safna saman skráningum nemenda sinna og fylla þarf út skjal sem sent er til tengiliðar í Tækniskólanum.
Sýnishorn að skráningarskjali (pdf).

Tengiliður í Tækniskólanum fyrir grunnskólaval er Einar Sigurðsson sem sendir skráningarskjal  í skóla sem ætla að  senda inn skráningar. Leitið til Einars ef þörf er á frekari upplýsingum.

Upplýsingablað –  tími, staðsetning, uppbygging og viðfangsefni (pdf)

Valblað fyrir grunnskólanemendur (pdf)

 

Greinar í boði í grunnskólavali:

 

Vinna á hönnunar- og nýsköpunarbraut

Hönnun form og teikning

Hönnun, nýsköpun og verkleg þjálfun í formum og vinna með efni af ýmsum toga. 

 

Byggingagreinar

Málaraiðn - nemandi í verkefnavinnu.

Tréiðn

Unnið er að  verkefnum eftir eigin hugmynd eða tilbúnum teikningum. Nemendur kynnast vélum og verkfærum sem notuð eru á smíðaverkstæðum.

Tækniteiknun

Kynning á grunnatriðum í teiknifræði og helstu teikni­forritum sem notuð eru við hönnun.

Pípulagnir

Kynning á hita- og vatnslögnum húsa. Nemendur prófa að sjóða saman pípulagnir, tengja eftir mismunandi tegundum efna og þrýstiprófa.

Málaraiðn

Nemendur kynnast spörtlun og skreytimálun.

 

Rafmagnssnúrur

Rafiðn

Nemendur kynnast grunnatriðum í rafeindatækni og fá að taka sundur tölvur og setja saman aftur. Kenndar eru lóðningar og ýmsir hlutar íhluta í rafrásum. Einnig verður kynning á rökrásum, tvítölukerfinu og hermiforritum.

 

 

Málmiðn

Málmur og vélar

Skoðuð er aðstaða skólans í málmsmíði og véltækni, nemendur fá að kynnast helstu verkfærum til málmsmíða og málmsuðu og fá að smíða litla hluti úr málmi.

 

 

Skipstjórn

 

Í skipstjórnarhermi Skipstjórnarskólans.

Siglingar og sjómennska

Nemendur kynnast aðstöðu skólans í skipstjórnar­greinum, skoða upp í turn á Sjómannaskólahúsinu, sjá radar og GPS, fá að bæta net og læra að binda hnúta, og prófa að sigla stórum skipum um öll heimsins höf í risastórum skipstjórnarhermi.

 

 

 

Upplýsingatækni

Forritun og vefsmíði

Nemendur læra undirstöðuatriði forritunar og búa til einfalda vefsíðu.

Ljósmyndun og myndvinnsla

Nemendur læra að beita myndavél með því að taka myndir við margvíslegar aðstæður og farið verður í grunnatriði í stafrænni myndvinnslu.

 

Fataiðn

Föt og fylgihlutir

Nemendur fá að kynnast námi og aðstöðu á fataiðnbraut, vinna verkefni úr ýmsum efnum og sjá hvernig hugmynd verður að flík.

 

 

 

Hársnyrtiiðn

Ertu klár í hár?

Nemendur fræðast um hár og hárumhirðu. Fléttaður er saman fróðleikur og verklegar æfingar, farið í heimsóknir og möguleikar hársnyrtifagsins skoðaðir.