fbpx
Menu

Verkefni frá nemendum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað

Fréttir

Umsagnir

Axel Fannar Friðriksson útskrifaðist haustið 2014 og vinnur á auglýsingastofu í London

„Eftir þetta nám við Upplýsingatækniskólann, margfaldaðist reynslan mín og vitneskja þannig ég leyfði mér að trúa að ég gæti unnið við það sem mér finnst skemmtilegt. Yndislegir kennarar, skemmtilegur nemendahópur og fjölbreytt verkefni gerðu mig mjög tilbúinn að takast á við áskoranir og verkefni í faginu. Eins græddi ég fullt af tengingum og sambönd sem ég held upp á enn í dag.“

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi í vélstjórn

Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.

Björgvin Pétur Sigurjónsson stundaði margmiðlunarhönnun í Kolding og 3D hreyfimyndahönnun í Los Angeles.

„Námið veitti mér öryggi í grafískum forritunum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekkingu á þessum forritum fram yfir aðra samnemendur mína í því framhaldsnámi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, undirbúningur fyrir prent og almennt tæknilegar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“

Alþjóðlegt samstarf

Frábært tækifæri fyrir nemendur Tækniskólans

Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Nánar um alþjóðlegt samstarf

Félagslífið

Komdu og vertu með!

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.

Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.

Kynntu þér félagslífið

42 Framtíðarstofa

Hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans.

Nem­endur skólans og aðrir áhuga­samir geta komið og gert hug­myndir sínar að veru­leika.

Komdu í heim­sókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.

42 Framtíðarstofa