fbpx
Menu

Verkefni frá nemendum

Nám og vinnustaðanám í bólstrun í Danmörku

Kom heim með ómetanlega reynslu

redesigning an app

Strætó appið

Elsa’s gallery site

Animations and microinteractions

Fréttir

Umsagnir

Axel Fannar Friðriksson útskrifaðist haustið 2014 og vinnur á auglýsingastofu í London

„Eftir þetta nám við Upplýsingatækniskólann, margfaldaðist reynslan mín og vitneskja þannig ég leyfði mér að trúa að ég gæti unnið við það sem mér finnst skemmtilegt. Yndislegir kennarar, skemmtilegur nemendahópur og fjölbreytt verkefni gerðu mig mjög tilbúinn að takast á við áskoranir og verkefni í faginu. Eins græddi ég fullt af tengingum og sambönd sem ég held upp á enn í dag.“

Alexandra Sharon Róbertsdóttir útskrifaðist með sveinspróf og stúdent

„Ég finn það vel í háskólanáminu hversu gott það er að hafa lært grafíska miðlun. Margir í mínu námi höfðu engan grunn né þekkingu áður en þau komu í háskólanám en þetta hefur hjálpað helling. Mér finnst líka mjög mikilvægt að við höfum fengið að læra um prentiðnaðinn vegna þess að hann skiptir alveg jafn miklu máli og hönnunarferlið.“

Elín Pálsdóttir fyrrum nemandi á fataiðnbraut

„Það er hægt að ná hverju sem er, bara ef viljinn sé fyrir hendi. Það var nákvæmlega það sem ég gerði þennan prufudag. Ég fékk já við mínum stærsta draumi“ segir Elín sem komst í starfsnám hjá draumahönnuðinum sínum.

Alþjóðlegt samstarf

Frábært tækifæri fyrir nemendur Tækniskólans

Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.

Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.

Nánar um alþjóðlegt samstarf

Félagslífið

Komdu og vertu með!

Mikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.

Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.

Kynntu þér félagslífið

42 Framtíðarstofa

Hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans

Framtíðarstofan er hönn­unar- og hátækni­verkstæði Tækni­skólans.

Nem­endur skólans og aðrir áhuga­samir geta komið og gert hug­myndir sínar að veru­leika.

Komdu í heim­sókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.

42 Framtíðarstofa