Lærðu meira um það sem þú hefur áhuga á.
Hér er hægt að skoða verkefni eftir nemendur og myndir frá sýningum og uppákomum í skólalífinu.
Reglulega eru sýningar og við tökum vel á móti hópum sem vilja koma í heimsókn og kynna sér námið og skólalífið.
„Námið í grafískri miðlun hefur veitt mér mikla þekkingu og færni í helstu vinnsluforritum tengd prentverki. Má þar nefna Photoshop, Illustrator og InDesign. Einnig hefur námið gagnast mér mjög vel í vinnunni við ýmsar hliðar prentverks, sem ég hef mikinn áhuga á.“
Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það sé fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.
Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. „Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum.“
Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.
Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.
Nánar um alþjóðlegt samstarfMikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.
Kynntu þér félagslífið