„Ég kom inn í nám í vefþróun með miklar væntingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjörlega staðist. Það er greinilega mikill metnaður af hálfu stjórnenda og kennara og áhuginn hjá bekknum var alltaf mikill. Hópurinn var frábær, kennslan skemmtileg og ég var spennt að mæta í skólann á hverjum degi!“
„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“
„Námið veitti mér öryggi í grafískum forritunum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekkingu á þessum forritum fram yfir aðra samnemendur mína í því framhaldsnámi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, undirbúningur fyrir prent og almennt tæknilegar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“
Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.
Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.
Nánar um alþjóðlegt samstarfMikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.
Kynntu þér félagslífiðFramtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði Tækniskólans.
Nemendur skólans og aðrir áhugasamir geta komið og gert hugmyndir sínar að veruleika.
Komdu í heimsókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.
42 Framtíðarstofa