„Námið í grafískri miðlun hefur veitt mér mikla þekkingu og færni í helstu vinnsluforritum tengd prentverki. Má þar nefna Photoshop, Illustrator og InDesign. Einnig hefur námið gagnast mér mjög vel í vinnunni við ýmsar hliðar prentverks, sem ég hef mikinn áhuga á.“
„Það er hægt að ná hverju sem er, bara ef viljinn sé fyrir hendi. Það var nákvæmlega það sem ég gerði þennan prufudag. Ég fékk já við mínum stærsta draumi“ segir Elín sem komst í starfsnám hjá draumahönnuðinum sínum.
„Hef ávallt haft einhvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heillandi, þar til ég fann Vefskólann. Kennararnir eru ótrúlega hjálpsamir, klárir og hvetjandi og að læra um alla króka og kima vefgeirans er einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Þetta nám hefur sannarlega borgað sig.“
Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.
Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.
Nánar um alþjóðlegt samstarfMikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.
Kynntu þér félagslífiðFramtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði Tækniskólans.
Nemendur skólans og aðrir áhugasamir geta komið og gert hugmyndir sínar að veruleika.
Komdu í heimsókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.
42 Framtíðarstofa