„Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í Háskólanum.“
„Námið veitti mér öryggi í grafískum forritunum og ég hef séð að ég hef haft sterkari þekkingu á þessum forritum fram yfir aðra samnemendur mína í því framhaldsnámi sem ég fór í. Ég lærði margt sem er oftast ekki kennt í öðrum skólum tengt hönnun, eins og umbrot, undirbúningur fyrir prent og almennt tæknilegar útfærslur á hinum ýmsu hlutum. Þetta gagnast mér mjög mikið í dag.“
Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið. Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það er fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni. Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.
Nemendur og kennara fara reglulega til annarra landa til að taka þátt í verkefnum og námskeiðum eða í starfsþjálfun tengda námi þeirra í Tækniskólanum.
Ávinningur erlendra samskipta er að öðlast skilning í faginu á alþjóðlegum grunni og reynslu af því að búa og starfa á erlendri grund.
Nánar um alþjóðlegt samstarfMikil gróska er í félagslífi Tækniskólans og hafa nemendur unnið hörðum höndum að því að efla félagslífið.
Í stórum skóla er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt félagslíf og er það stefna NST og annarra nemendafélaga Tækniskólans.
Kynntu þér félagslífiðFramtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði Tækniskólans.
Nemendur skólans og aðrir áhugasamir geta komið og gert hugmyndir sínar að veruleika.
Komdu í heimsókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.
42 Framtíðarstofa