Brautin er kennd á Skólavörðuholtinu og stunda sex nemendur nám á brautinni hverju sinni. Námið er fjögur ár eða átta annir.
Námið er einstaklingsmiðað og er sniðið að þörfum hvers og eins nemanda.
Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði nemenda og virkni. Þeir eru efldir til að taka þátt í skólasamfélaginu. Nærsamfélagið er kynnt fyrir þeim og nýir möguleikar sem það hefur upp á að bjóða.
Fjölbreyttar námsgreinar eru kenndar innan brautarinnar og eru þær mismunandi eftir hverjum og einum nemanda.
Brautin er ætluð fötluðum nemendum með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Sérstaklega er horft til nemenda með flókna einhverfu, sem eru viðkvæmir fyrir áreiti umhverfisins og þurfa mikla aðstoð í tengslum við hegðun. Þjónustustig brautarinnar er mjög hátt þar sem þarfir nemendanna eru víðtækar og flokkast sem sérnám eða númer 4+ samkvæmt skilgreiningu menntamálaráðuneytis.
Sótt er um brautina í gegnum vef menntamálastofnunar og er innritunartímabil í febrúar ár hvert. Æskilegt er að greinargóðar upplýsingar um námsstöðu og þjónustuþarfir umsækjenda fylgi með.
Námslok starfsbrautar sérnáms eru eftir fjögurra ára nám og markmiðið er að auka lífsgæði nemendanna og auka hæfni þeirra til þátttöku í vernduðum búsetu- og atvinnuúrræðum með félagslegum stuðningi.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.
Já og reglur um skólasókn og aðrar reglur má finna hér á vefnum.
Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.