Menu

Námsbraut

Starfsbraut sérnám

Þetta er einstaklingsmiðað námsúrræði ætlað nemendum með verulegan hegðunar- og námsvanda. Greining um námserfiðleika / fötlunarstig þarf að fylgja umsókn.

Flestir nemendur eru með greiningar á einhverfurófi. Allir nemendur brautarinnar fylgja einstaklings­námskrá og hafa eigin heimastofu.

Innsýn í námið

Flóknar þjónustuþarfir

Námsbraut fyrir fatlaða nemendur með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Nemendur brautarinnar eru með flókna einhverfu, viðkvæmir fyrir áreiti umhverfisins og þurfa mikla aðstoð í tengslum við hegðun.

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Námslok starfsbrautar sérnáms eru eftir fjögurra ára nám og markmiðið er að auka lífsgæði nemendanna og auka hæfni þeirra til þátttöku í vernduðum búsetu- og atvinnuúrræðum með félagslegum stuðningi.

Brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Innnritun á starfsbrautir stendur í febrúar og er auglýst sérstaklega. Til að tryggja skólavist og þjónustu við nemendur er mikilvægt að sækja um snemma. Sótt er um á Menntagátt.

FAQ

Spurt og svarað

Hvar sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – sjá lista neðst á síðunni – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upplýsingar í skóladagatali hér á vefnum. 

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfangaheitnu í stundatöflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafnarfjörð.

Er mætingarskylda?

Já, nánari reglur um skólasókn má finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upplýsingar um félagslíf og nemendafélag eru á síðu um félagslíf.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!