fbpx
Menu

Almenn þjónusta

Almenn þjónusta

Tækniskólinn leggur mikið upp úr öflugri þjónustu fyrir nemendur og starfsfólk.

 

Mötuneyti

Mötu­neyti í skól­anum eru þrjú, á Háteigsvegi, í Hafnarfirði og á Skólavörðuholti.

Mötu­neytið býður upp á heitan mat í hádeginu og þar er einnig hægt að kaupa, sal­at­bakka, sam­lokur, mjólk­ur­vörur og fleira.

Í boði er hollur og heim­il­is­legur matur í sam­ræmi við heilsu­stefnu skólans.

Rekstraraðili mötu­neyt­anna er Smjatt­patti ehf.

 

Húsþjónusta

Hús­um­sjón sér um dag­legan rekstur á húsum skólans og þjón­ustu við starfs­fólk og nem­endur.

Deildin ber ábyrgð á viðhaldi, þrifum, umgengni og eft­ir­liti með húsnæði Tækni­skólans í sam­vinnu við verk­taka.