fbpx
Menu

Atvinnulífið og námið

Skólinn menntar fólk til starfa í atvinnulífinu og sterk tengsl því nauðsynleg og er vilji til að efla þessi tengsl með frekara samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Fjöldi fyrirtækja hefur sýnt að vilji er til leggja meira af mörkum í þeim efnum að styrkja iðn- og verknámsnemendur, en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í menntastefnu Samtaka iðnaðarins. Með samstarfi skólans og fyrirtækja í atvinnulífinu og samvinnu bæði varðandi nám í skólanum og vinnustaðanám verður mannauður iðnfyrirtækja öflugri og verðmætasköpun meiri í íslenskum iðnaði.

 

Fyrirtæki

Við hvetjum fyrirtæki til að hafa samband við skólastjóra viðkomandi námsgreina eða verkefnastjóra vinnustaðanámsins ef þau hafa áhuga á samstarfi.

 

Vinnustaðanám og námssamningar

Nám á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til lögverndaðra starfsréttinda.  Hæfnikröfur sem nemandi uppfyllir ræður tímalengd vinnustaðanáms.

Tækniskólinn sér um gerð og staðfestingu samninga nemenda eftir gildistöku reglugerðar nr. 180/2021 1. ágúst 2021.

Grunnreglan er áfram sú að nemendur sæki sitt vinnustaðnám undir handleiðslu meistara á vinnustað. Áfram gildir sú meginregla að nemendur sækja sjálfir um að komast í vinnustaðanám hjá þeim fyrirtækjum sem mega taka nema á samning.

Þegar fyrirtækið hefur samþykkt að taka nema í vinnustaðanámið þá sækir neminn um hér að skólinn geri námssamninginn og stofni ferilbókina. Í framhaldinu fá neminn og meistarinn námssamninginn til rafrænnar undirritunar og aðgang að ferilbókinni.

 

Skráning fyrirtækja/meistara/stofnana

Fyrirtæki sem bjóða vinnustaðarnám verða að vera skráð í birtingaskrá ferilbókar áður en gengið er frá samningi.

Fyrirtækið sækir um aðgang að fyrirtækjahluta rafrænnar ferilbókar og stofnar umsókn til  þess að geta tekið nemendur á samning. Sótt er um á Innu og fær Menntamálastofnun umsóknina til afgreiðslu.

Fyrirtæki sem þurfa aðstoð í ferlinu er bent á Menntamálastofnun eða Nemastofu.

 

Efling vinnustaðanáms

Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðra í atvinnulífinu. Markmið Nemastofu eru m.a. að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema í vinnustaðanám og vera fyrirtækjum til aðstoðar við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms ásamt öflugri kynningu á iðn- og starfsnámi.

 

Birtingaskrá – Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki
Birtingaskrá – Skráning í ferilbók 
Kennslumyndband fyrir tilsjónaraðila
Ný reglugerð um vinnustaðanám
Sjá upplýsingar um samnings- eða skólaleið

 

Tækniskólinn sér um gerð og staðfestingu samninga nemenda eftir gildistöku reglugerðar nr. 180/2021 1. ágúst 2021. Þeir sækja um á innritunarvef skólans. 

 

 

Uppfært 11. október 2022