fbpx
Menu

Upplýsingar

Deildarstjóri fasteignadeildar er Örvar Geir Örvarsson.

Skólaliðar eru á vakt í þremur aðalbyggingum Tækniskólans:

Skólavörðuholt, stofa 113.
Sími: 514 9060

Háteigsvegur, skrif­stofa 2. hæð.
Sími: 514 9061

Hafnarfjörður, húsvörður 1. hæð and­dyri.
Sími 514 9062

Almennir opnunartímar í húsum skólans eru frá kl. 07:30 til 16:00.

 

Aðgangskort

Nemendur þurfa að eiga prent­kort til að geta nýtt þér aðgang að læstum kennslu­stofum skólans utan hefðbundins kennslu­tíma.

Prent­kortin eru pöntuð og afgreidd á bóka­söfnum skólans. Til að hefja notkun þeirra sem aðgangskort þarf að sækja um það hjá skóla­stjóra hvers skóla. Nauðsyn­legt er að eignast kort fyrst til að hægt sé að virkja aðganginn.

 

Tapað fundið

Ef nem­andi glatar hlutum eða þarf aðstoð er varðar húsnæði skólans er mögu­legt að hafa sam­band við hús­um­sjón.

 

Geymsluskápar

Í Hafnarfirði, á Háteigs­vegi og á Skólavörðuholti eru geymslu­skápar til afnota fyrir nem­endur án end­ur­gjalds.

Regl­urnar eru ein­faldar:

  • Fyrstur kemur, fyrstur fær. Ef skápur er opinn er hann laus til notkunar.
  • Nota skal eigin lás.
  • Skápar skulu tæmdir og skildir eftir opnir í lok skólaárs.
  • Þann 1. júní ár hvert verður klippt á lása á lokuðum skápum og þeir tæmdir.