fbpx
Menu

Húsumsjón

Húsumsjón sér um daglegan rekstur á húsum skólans og þjónustu við starfsfólk og nemendur.

Deildin ber ábyrgð á viðhaldi, þrifum, umgengni og eftirliti með húsnæði Tækniskólans í samvinnu við verktaka.

Símanúmer

Skólaliðar eru á vakt í þremur aðalhúsum

Skólavörðuholt, stofa 113.
Sími: 514 9060

Háteigsvegur, skrifstofa 2. hæð.
Sími: 514 9061

Hafnarfjörður, húsvörður 1. hæð anddyri.
Sími 514 9062

 

Deildarstjóri fasteignadeildar er Örvar Geir Örvarsson.

 

Tapað fundið

Ef nemandi glatar hlutum eða þarf aðstoð er varðar húsnæði skólans er mögulegt að hafa samband við húsumsjón í áðurnefndum hússímum.

Opnunartímar og aðgengi

Almennir opnunartímar í húsum skólans eru meðan kennsla er eða frá kl. 7:30 til 16:00.

 

Aðgangskort = prentkort

Þú þarft að eiga prentkort til að geta nýtt þér aðgang að læstum kennslustofum skólans utan hefðbundins kennslutíma.

Prentkortin eru pöntuð og afgreidd á bókasöfnum skólans. Til að hefja notkun þeirra sem aðgangskort þarf að sækja um það hjá skólastjóra hvers skóla. Nauðsynlegt er að eignast kort fyrst til að hægt sé að virkja aðganginn.

Geymsluskápar

Í Hafnarfirði, á Háteigsvegi og Skólavörðuholti eru geymsluskápar til afnota fyrir nemendur án endurgjalds.

Reglurnar eru einfaldar:

  • Fyrstur kemur, fyrstur fær – ef skápur er opinn er hann laus til notkunar.
  • Nota skal eigin lás.
  • Skápar skulu tæmdir og skildir eftir opnir í lok skólaárs.
  • 1. júní ár hvert verður klippt á lása á skápum og þeir tæmdir.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!