Húsgagnabólstrun er fjölbreytt handverksnám sem snertir marga fleti byggingariðnaðarins.
Í náminu færð þú sértæka þekkingu á sviðum greinarinnar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verklagi.
Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist sértæka þekkingu og færni til að takast á við viðfangsefni húsgagnabólstrunar. Helstu viðfangsefni eru fólgin í að bólstra og klæða ný og notuð húsgögn, fastar innréttingar, sæti og innréttingar í bifreiðum, lausa veggi og skilrúm. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til að starfa sem húsgagnabólstrari og til inngöngu í meistaranám. Húsgagnabólstrari starfar aðallega á sérhæfðum bólsturverkstæðum en einnig á vettvangi verkefna, einkum við lokafrágang. Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein.
Til að hefja nám í húsgagnabólstrun þarftu fyrst að klára Grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum.
Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.
Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í kjarnagreinum og dönsku þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla.
Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fimm annir í skóla og 30 vikna starfsþjálfun hjá fyrirtæki/iðnmeistara. Prófskírteini af fagbraut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveinspróf í viðkomandi grein. Sveinspróf veitir rétt til að hefja nám í Meistaraskóla.
Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi en slíku námi lýkur með stúdentspróf
Húsgagnabólstrari starfar aðallega á sérhæfðum bólsturverkstæðum en einnig á vettvangi verkefna, einkum við lokafrágang.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.
Nemendur sem hefja nám í bygginga- og mannvirkjagreinum verða að koma með eigin öryggisskófatnað, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem þeir skulu ávallt nota í verklegri aðstöðu Byggingatækniskólans.
Sjá upplýsingar í skóladagatali Tækniskólans.
Nánari upplýsingar um staðsetningu og húsnæði Tækniskólans.
Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækniskólanum.
Nemandi sem er í starfsnámi á framhaldsskólastigi á kost á viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi. Slíku námi lýkur með stúdentsprófi.
Nánari upplýsingar um félagslíf og nemendafélög Tækniskólans.
Sækja um hnappur er hér á síðunni.