Þeir nemendur sem glíma við námserfiðleika geta sótt um sérúrræði við lausn matsþátta. Sótt er um sérúrræði í Innu.
Nemendur/forráðamenn geta óskað eftir viðtali við náms- og starfsráðgjafa eða kennara námsvers, sé óskað eftir frekara samtali vegna þjónustunnar eða einstök mál. Skólinn tekur ekki við greiningargögnum, en gott getur verið að hafa þau meðferðis þegar fundað er með forráðamönnum og/eða nemanda vegna sérþarfa.
Umsókn fylgir nemandanum á meðan hann er í skólanum og er því nægjanlegt að fylla út einu sinni. Skráningar hér virka fyrir alla áfanga sem nemandi er skráður í.
Uppfært 13. ágúst 2024
Áfangastjórn