fbpx
Menu

Umsókn um lengri próftíma


Þeir nem­endur sem glíma við les­erfiðleika eða aðra námserfiðleika eiga rétt á allt að 30 mín­útum til viðbótar við lausn matsþátta. Sótt er um sér­úrræði í Innu.

  1. Nemandi/forráðamaður óskar eftir sérúrræði í námi í gegnum Innu og óskar þar eftir almennu sérúrræði.   
  2. Nemandi/forráðamaður sendir afrit af greiningu sem viðhengi til aðstoðarskólameistara á netfangið [email protected], ef nemandi/forráðamaður óska eftir því.
  3. Einnig er hægt að koma með afrit af greiningu á fund með kennara í námsveri.
  4. Nemandi/forráðamaður og kennari í námsveri ræða saman og ef nemandi er yngri en 18 ára þá geta aðstandendur komið með honum. 
  5. Kennari í námsveri útskýrir hvaða aðstoð í námi er í boði. 
  6. Kennari í námsveri og nemandi skipuleggja framhaldið saman. 

 

Skráning sérúrræða í Innu


Umsókn fylgir nemandanum á meðan hann er í skólanum og er því nægjanlegt að fylla út einu sinni. Skráningar hér virka fyrir alla áfanga sem nemandi er skráður í.

Leiðbeiningar v/skráningar (pdf)

 

 

 

 

Uppfært 2. maí 2023
Áfangastjórn