fbpx
Menu

Kafli 21 – Skólanámskrá


Samstarf við fyrirtæki

Tækniskólinn á í samstarfi við ýmis fyrirtæki um nám nemenda. Tími starfsþjálfunar er mislangur eftir iðngreinum en starfsþjálfun er hluti af námi til sveinsprófs. Sem dæmi má nefna flugvirkjun sem er í samstarfi við viðhaldsfyrirtæki í flugrekstri víða um land sem taka nemendur í starfsþjálfun undir lok námstímans.

Kennarar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentiðn og bókbandi eru í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki í greinunum. Samstarfið hefur bæði verið í formi heimsókna en einnig hefur hluti af náminu í prentun og bókbandi farið fram í fyrirtækjum. Nefna má nám í vefþróun og K2, tækni- og vísindaleiðina sem dæmi um námsleiðir þar sem nemendur vinna verkefni í samstarfi við ýmsar stofnanir og fyrirtæki.

 

Þróunarverkefni og alþjóðasamstarf

Erlent samstarf er hluti af stefnu Tækniskólans. Einkum er um að ræða samstarf sem byggir á Erasmus+ styrkjum Evrópusambandsins. Nemendur Tækniskólans nýta sér Erasmus+ styrki og frá skólanum fara bæði hópar og einstaklingar í ferðir frá tveimur vikum til 12 mánaða starfsþjálfunar erlendis. Starfsfólk skólans getur einnig sótt um styrki til að kynna sér skóla og kennsluhætti í Evrópu.

Margir erlendir gestir heimsækja Tækniskólann á hverju ári, bæði aðilar sem eru í samstarfsverkefnum með skólanum sem og skólafólk sem vill kynna sér starfsemi skólans.

Sjá nánar um alþjóðlegt samstarf

 

Samstarf við aðra skóla innanlands

Tækniskólinn er með samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík um kennslu á námsbrautinni K2 Tækni- og vísindaleið.

 

 


Uppfært 7. desember 2023
Áfangastjórn