fbpx
Menu

Námsbraut

Vélstjórn, námsstig A

Réttindi til starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og til áframhaldandi náms í véltækni.
Fagnámi málm- og véltæknigreina lýkur ekki með stúdentsprófi en nemendur eiga kost á slíku viðbótarnámi til undirbúnings námi á háskólastigi.

Kennsluform: Dagskóli - hægt að taka áfanga í fjarnámi
Lengd náms: 2 annir

Innsýn í námið

Vélstjórn á vélarafl minna en 750kW

Með náminu aflar þú þér réttinda til starfa á skipum með vélarafl minna en 750 kW og öðlast rétt til frekara vélstjórnarnáms.

Gert er ráð fyrir að atvinnuþátttaka fram til 18 ára aldurs veiti nemanda þann grunn sem þarf til að takast á við nám sem skipulagt er í samræmi við námsbrautarlýsingu. Námið er bæði bóknám og verknám og er kennt í Hafnarfirði og í Reykjavík. Innritun inn námið er opin bæði á haustönn og vorönn. Áfangaframboð er miðað við að nemendur hefji nám að hausti.

Einnig er hægt að taka námið með vinnu (dreifnám).

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Gert er ráð fyrir að umsækj­endur hafi náð 18 ára aldri við inn­ritun. Reynsla af sjómennsku er æskileg.

Að loknu námi

Þú öðlast rétt til að fá útgefið skír­teini sem ýmist vélavörður, undirvélstjóri, 1. vélstjóri eða yfirvélstjóri að loknum mislöngum sigl­inga­tíma í mis­mun­andi stöðum og örygg­isfræðslu.

Fyrir þetta réttindastig eru réttindin allt frá því að vera vélavörður á skipi með vélarafli 750 kW og minna og til þess að vera yfirvélstjóri á samskonar skipi.

Brautarlýsing

Verkefni nemenda

Véltækni – fjölbreytt verkefni

Vélar, tækni og málmsmíði

Málmsmíði og véltækni er vandað nám sem er í senn hátækni og handverk.

Verkefni í véltækni

Fjölbreytt tækninám

Mörg og fjölbreytt verkefni eru gerð í náminu.

Umsagnir

Skoða skólalífið

Rafnar Snær Baldvinsson lauk námi árið 2018

Vélstjórnarnámið er mjög fjölbreytt, inniheldur mikið af nytsamlegum upplýsingum og hefur frábæra kennara sem miðla þekkingu eins og þeim einum er lagið.
Þetta nám opnar margar dyr og gerir að verkum að það sé fátt sem að flækist fyrir manni í framtíðinni.
Ég mæli eindregið með þessu námi ef að þú ert forvitin/n um virkni hluta og/eða viðgerðir.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði.

Sigurður sem útskrifaðist í vor er kominn í nám í Háskólanum í verkfræði. "Fjölbreytnin í náminu er góður grunnur. Ég finn að ég stend betur að vígi en margir sem eru með mér í verkfræðináminu hér í háskólanum."

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að taka stúdentspróf með náminu?

Námsbraut til A-réttinda er fyrst og fremst fagnám til að öðlast vélstjórnarréttindin og ekki hugsuð fyrir nemendur sem ætla í lengra nám. Þeir nemendur ættu frekar að velja námsbraut fyrir B-réttindi eða hærri réttindi og lýkur námi til vélstjórnarréttinda C og D með stúdentsprófi.

Þarf ég að eiga sérstakan búnað fyrir námið?

Nemendur sem hefja nám í Véltækniskólanum verða að koma með eigin öryggisskó, hlífðargleraugu og heyrnahlífar sem skylt er nota í verklegu námi skólans og við aðra vinnu þar sem kennarar krefjast þess að nemendur noti hlífðarbúnað.

Hvar vinna útskrifaðir nemendur úr Véltækniskólanum?

Nemendur sem lokið hafa námi til vélstjórnarréttinda A hafa öðlast rétt til að fá útgefið skírteini sem vélavörður á skipi með vélarafl 750 kW og minna og sem yfirvélstjóri á skipi með vélarafl 750 kW og minna að loknum 9 mánaða siglingatíma sem vélavörður. Með þessi skírteini geta útskrifaðir nemendur unnið þessi störf um borð í skipum sem notuð eru í ýmsum atvinnugreinum, s.s. við fiskveiðar, farþegaflutninga eða ferðamannaiðnaði.

Hvar er vélstjórn kennd?

Dagnámskennsla í Véltækniskólanum í Reykjavík fer að mestu fram í Sjómannaskólanum Háteigsvegi og í Hafnarfirði (Flatahrauni og Gjótuhrauni).

Hvað kostar nám í vélstjórn?

Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækniskólans. Fyrir áfanga í dreifnámi er greitt einingagjald fyrir sérhvern áfanga og eitt skráningargjald á umsókn.

Er nemendafélag?

Í Tækni­skól­anum er öflugt og fjöl­breytt félagslíf. Innan hvers skóla er starf­andi skólafélag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppá­komur. Þannig hafa nem­endur í vélstjórn á Háteigs­vegi með sér félag sem heldur uppi félags­lífi og í félags­her­berginu er líf og fjör alla daga. Nem­endur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf.

Net­fang félagsins er [email protected].

Saman mynda skólafélög í Tækni­skól­anum Nem­enda­sam­band Tækni­skólans, NST.

Er nám úr öðrum skólum metið, t.d. áfangar eða stúdentspróf?

Já, almennir framhaldsskólaáfangar eru almennt metnir og einhverjum tilvikum nám úr háskólum og sérskólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar). Í vélstjórnarréttindum A eru þó engir almennir áfangar en fagáfanga er hægt að meta úr öðru sambærilegu námi, t.d. málmiðngreinum og vélvirkjun.

Er hægt að fá áfanga metna í raunfærnimati?

Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára staðfesta starfsreynslu í vélstjórnargreinum geta farið í raunfærnimat. Raunfærnimat er unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og er gengið út frá að eðlilegt sé að meta færni sem til staðar er óháð því hvernig hennar hefur verið aflað.

Nokkrar greinar eru metnar í raunfærnimati og getur það stytt námstímann eða auðveldað nemendum að taka það sem vantar upp á réttindin með vinnu.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!