16. febrúar 2018
8-liða úrslit Morfís

Mánudaginn 19. febrúar kl. 18:30 mætast Tækniskólinn og Flensborgarskólinn í 8-liða úrslitum Morfís. Umræðuefni kvöldsins er íslenskt samfélag og er Tækniskólinn á móti.
Keppnin fer fram í Vörðuskóla. Húsið opnar kl. 18:00 og er von á húsfylli. Við hvetjum því alla til að mæta á svæðið og hvetja okkar lið til sigurs.
Tækniskólinn sigraði lið MS í 16-liða úrslitum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Tækniskólinn keppir í 8-liða úrslitum Morfís.