fbpx
Menu

Fréttir

14. maí 2021

Brautskráning 26. maí 2021

Brautskráning Tækniskólans á vorönn 2021 fer fram í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 26. maí.

Hvort athöfnin verður ein, tvær eða fleiri mun ráðast af sóttvarnartakmörkunum þess tíma. Því munu ekki liggja fyrir upplýsingar um skipulag og tímasetningar útskriftar fyrr en í næstu viku. Útskriftarefni munu fá tölvupóst um það og upplýsingar verða jafnframt birtar hér á vefnum.

Við hlökkum mikið til að sjá ykkur í Hörpu!

Hildur skólameistari