fbpx
Menu

Fréttir

08. apríl 2018

Flugvirkjun – opið fyrir innritun

Flugvirkjun – opið fyrir innritun

Flugvirkjanámið er fullt B1.1 réttindanám (2400 klst.) til sveinsprófs flugvirkja, með áritun til viðhalds á flugvélum útbúnum túrbínum.

Fagstjóri flugvirkjanámsins er Pétur Kristinn Pétursson og veitir hann allar nánari upplýsingar um námið. Vefpóstur hans er; [email protected]

Sækja um

Þú sækir um með því að fylla út  IFA-form umsókn um nám  og prenta út og koma með eða senda Flugskólanum Flatahrauni 12 í Hafnarfirði. Vinsamlegast lesið inntökuskilyrði.

Verð:  4.150.000.-  Innifalið í námsgjöldum eru öll kennsla, efni og kennslugögn.

Námið er lánshæft hjá LÍN samkvæmt þeirra lánareglum, vinsamlegast kynnið ykkur þær  (LIN.IS)

Inntökuskilyrði

  • Lágmarksaldur – 18 ára.
  • Hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti.
  • Góð kunnátta í ensku, rit- og talmáli.
  • Góð kunnátta í stærðfræði og eðlisfræði.
  • Hreint sakavottorð, vegna bakgrunnskoðunarákvæðis reglugerðar um aðgengi að flugvöllum.

Námsupplýsingar

Námið hefst 3. september 2018.   Umsóknarfrestur er til 1.maí 2018.

Kennt alla virka daga frá 08:00 – 17:00 í staðbundnu námi (bekkjarkerfi). Kennt verður í 3 fösum.

Fasi 1 – Bóklegt nám – september 2018 – maí 2019.

Fasi 2 – Verklegt nám – september 2019 – febrúar 2020.

Fasi 3 – Verkstæðisnám – mars – desember 2020.

Mætingarskylda er í námið.

Námið er fullt 2400 klst. nám sem veitir nemanda að því loknu heimild til að komast í starfsnám hjá samþykktum og viðurkenndum Part 145 viðhaldsaðila sem flugvirkjanemi (ekki innifalið í námi).
Allt námið er kennt hérlendis og fer kennsla fram á ensku. Fullbúin aðstaða er til verklegrar og bóklegrar kennslu  í Reykjavík. Einnig fer hluti námsins fram á Flugsafni Akureyrar og hjá viðhaldsfyrirtækjum.