fbpx
Menu

Fréttir

28. september 2020

Forkeppni fyrir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Forkeppni fyrir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Árleg forkeppni fer fram í öllum framhaldsskólum landsins að morgni þriðjudags 13. október 2020.

Allir nemendur sem hafa áhuga er hvattir til að taka þátt. Þeir sem komast áfram í forkeppni keppa til úrslita og hafa möguleika á því að taka þátt í stærri keppnum, jafnvel komast alla leið í Ólympíukeppni í stærðfræði.

Nemendur fá einingar fyrir þátttöku. Allar æfingar fyrir keppni fara fram á Teams.

Ef þú hefur áhuga sendu þá póst á [email protected] eða [email protected].

Til hvers er að vinna?

Fyrir utan viðurkenningar og verðlaun fyrir efstu sætin í keppnunum, þá er árangur keppenda hafður til hliðsjónar þegar valdir eru keppendur í Eystrasaltskeppnina í stærðfræði, Norrænu stærðfræðikeppnina og á Ólympíuleikana í stærðfræði, en allar þessar keppnir eru haldnar á hverju ári.

Facebook – síða keppninnar

Um stærðfræðikeppni framhaldsskólanna