fbpx
Menu

Fréttir

04. október 2019

Forkeppni fyrir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Forkeppni fyrir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Árleg forkeppni fer fram í öllum framhaldsskólum landsins

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema verður haldin þriðjudaginn 15. október klukkan 9 í öllum framhaldsskólum landsins og er opin öllum framhaldsskólanemum sem vilja taka þátt. Keppnin verður haldin í stofu 307 í Tækniskólanum Skólavörðuholti. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu og nemendur fá leyfi í öðrum tímum á meðan á keppni stendur. Keppendur á neðra stigi eru á sínu fyrsta ári í framhaldsskóla. Keppendur á efra stigi eru búnir með sitt fyrsta ár í framhaldsskóla.

Á heimasíðunni stae.is/stak er að finna gömul verkefni vilji nemendur æfa sig fram að keppni.

Æfingatímar fyrir keppnina

Æfingatímar verða í Tækniskólanum Skólavörðuholti í stofu 405 og eru allir nemendur velkomnir. Nemendur sem taka þátt í æfingatímunum og keppninni sjálfri fá einingu fyrir.

  • Fimmtudaginn 10. október klukkan 13.
  • Föstudaginn 11. október klukkan 13.