15. febrúar 2019
Forritunarkeppni grunnskólanna verður 2. mars

Tækniskólinn heldur Forritunarkeppni grunnskólanna 2. mars 2019.
Keppnin er haldin árlega og er opin öllum grunnskólanemendum í 8. – 10. bekk sem hafa áhuga á forritun. Þemað í ár er retró tölvuleikir.





Frítt námskeið í forritun – 16. febrúar 2019
Nemendur og kennarar tölvubrautar Tækniskólans standa einnig fyrir námskeiði í grunnatriðum forritunar laugardaginn 16. febrúar. Námskeiðið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstur skref í forritun og er góður undirbúningur fyrir keppnina.
Enginn kostnaður er við að taka þátt í keppninni né námskeiðinu. Allar nánari upplýsingar og skráning er að finna á: www.kodun.is