05. desember 2017
Heimsmeistari nemandi í skólanum

Heimsmeistari á meðal nemenda okkar.
Róbert Ísak Jónsson, sundmaður úr Firði og SH, varð í fyrrinótt fyrstur Íslendinga í þrettán ár til að vinna gullverðlaun á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi en mótið stendur nú yfir í Mexíkó.
Fjallað hefur verið um afrekið á fjölda fjölmiðla t.d. á mbl.is og visir.is
Innilega til hamingju Róbert Ísak!
Myndin með fréttinni er skjáskot af visir.is