fbpx
Menu

Fréttir

21. mars 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Mín framtíð 2023

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fór fram í Laugardalshöll dagana 16.–18. mars.

Á Íslandsmótinu takast keppendur á við krefjandi verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Sigur á Íslandi gefur möguleika á að fara og keppa á Euroskills en næsta keppni fer fram í Gdansk í september 2023. Alls voru 22 faggreinar skráðar til leiks í keppni á mótinu og 10 greinar til viðbótar voru með kynningar ásamt 27 framhaldsskólum.

Tækniskólinn var með kynningarbás í Laugardalshöllinni þar sem gestir gátu meðal annars prófað gröfuhermi, siglingahermi, vélmenni, látið taka af sér ljósmyndir og spreytt sig í hárgreiðslu. Auk þess voru fulltrúar frá Tækniskólanum á mörgum keppnisbásanna og þar fengu gestir tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna.

Um sextíu nemendur frá Tækniskólanum kepptu á Íslandsmótinu.

Fulltrúar skólans stóðu sig með glæsibrag, unnu til fjölda verðlauna og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Nýkrýndir Íslandsmeistarar Tækniskólans eru þessir:

 • Forritun  – Bjartur Sigurjónsson
 • Grafísk miðlun – Olivier Piotr Lis
 • Gull- og silfursmíði  – Benedikt Axelsson
 • Húsasmíði – Van Huy Nguyen
 • Fataiðn  – Vilborg Magnúsdóttir
 • Málaraiðn – Hildur Magnúsdóttir Eyrúnardóttir
 • Múraraiðn  – Arnar Freyr Guðmundsson
 • Pípulagnir  – Ezekiel Jakob Hansen
 • Rafeindavirkjun – Hlynur Karlsson
 • Rafvirkjun – Gunnar Guðmundsson
 • Vefþróun – Gabríel B.Friðriksson, Shishir J. Patel og Sebastian M. Lenart
 • Veggfóðrun og dúkalögn – Magnús Breki Þórarinsson

Þá lentu Jóhanna Sigrún Haraldsdóttir og Helga Brynja Árnadóttir í 2. og 3. sæti í hársnyrtiiðn lengra kominna (sá hluti sem er undankeppni Euroskills) og Gestur Baldursson í 2. sæti í málmsuðu. Einnig voru svokallaðar Fantasíukeppnir í hárnyrtiiðn sem nemendur skólans röðuðu sér í nokkur toppsæti í.