12. ágúst 2021
Kennsla í sænsku
Kennsla í sænsku
Nemendur Tækniskólans sem ætla að taka sænsku á haustönn 2021 eiga að skrá sig á skrifstofu Tækniskólans sem sendir skráninguna áfram til MH.
Mikilvægt er að allir nemendur mæti í fyrsta tíma samkvæmt þessari stundatöflu:
Nemendur í SÆNS 2AA05 mæta fim. 19. ágúst kl. 16.30 í könnunarpróf sem ákveður hvort þeir fara í hóp 1 eða 2. Prófið verður í stofu 45 í MH.
Nemendur í SÆNS 2BB05 mæta þri. 24. ágúst kl. 16.30 í stofu 45 í MH.
Nemendur í SÆNS 3CC05 mæta fim. 26. ágúst kl. 16.30 í stofu 45 í MH.
Nánari upplýsingar veitir Maria Riska, sænskukennari í MH.