fbpx
Menu

Fréttir

19. febrúar 2019

Keppnin – Hársnyrtir Íslands 2019

Keppnin – Hársnyrtir Íslands 2019

Nemendur Tækniskólans í hársnyrtiiðn taka þátt

Nemendur keppa sem einstaklingar í ljósmyndakeppni um nútímakonuna „Nordic Women´s Hairdresser of the Year“ með áherslu á klippingu, lit, greiðslu og heildarútlit.
Keppandi verður að starfa við hársnyrtiiðn á Íslandi og má vera nemi eða útlærður hársnyrtir.

Keppendur senda inn myndir af módelum. Níu dómarar, vel þekktir í iðngreininni munu tilnefna þrjá hársnyrta sem taka þátt í ljósmyndakeppninni hér á landi til að fara á úrslitakvöldið í Kaupmannahöfn á NORDIC HAIR AWARDS AND EXPO 9 júní. Einn af þeim þremur hársnyrtum sem komast á úrslitakvöldið í Kaupmannahöfn verður valin í netatkvæðagreiðslu sem fram fer hér á landi um titilinn ,,Hársnyrtir Íslands 2019“

Ísland er gestaþáttakandi

NORDIC HAIR AWARDS AND EXPO í samstarfi við Tækniskólann, Atc (Arctic Trading Company), Hár ehf., Ison og bjóða til ljósmyndakeppninnar ,,Icelandic Hairdresser of the Year‘‘ eða ,,Hársnyrtir Íslands 2019“. Ísland er gestaþátttakandi í keppninni og keppum við í flokknum ,, Icelandic Hairdresser of the Year‘‘ eða ,,Hársnyrtir Íslands 2019“. Sem gestaþátttakendur keppum við innbyrðis hér á Íslandi en verðlaunaafhending fer fram í Kaupmannahöfn 9. júní 2019.

Upplýsingar fyrir keppendur og áhugasama:

Facebook síða Nordic Hair Awards Íslandi 
Facebook síða NORDIC HAIR AWARDS AND EXPO