fbpx
Menu

Fréttir

28. maí 2018

Kristín Þóra Kristjánsdóttir nýr skólastjóri Upplýsingatækniskólans

Kristín Þóra Kristjánsdóttir nýr skólastjóri Upplýsingatækniskólans

Kristín Þóra Kristjánsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Upplýsingatækniskólans frá 1. ágúst.

Kristín Þóra tekur við starfinu af Guðrúnu Randalín Lárusdóttur sem tók við stöðu aðstoðarskólameistara 1. maí síðastliðinn. Kristín Þóra er ljósmyndameistari og hefur kennt ljósmyndun við Upplýsingatækniskólann frá 2012. Auk náms í iðnaðar- og auglýsingaljósmyndun nam hún tölvunarfræði með áherslu á tölvugrafík og hefur réttindi sem framhaldsskólakennari.

Við bjóðum Kristínu Þóru hjartanlega velkomna til starfa.